Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1998, Blaðsíða 219
Bókmenntafrœðileg greining Lúk. 5. 1-11
að hann gengur umsvifalaust í bát Símonar. Þegar Jesús er hættur að tala til
fólksins, skipar hann Símoni að fara út á djúpið og þeim félögum að kasta
nótinni til veiða, v. 3. í orðum Símonar má sjá speglast myndugleika Jesú,
þar sem Símon segist vilja fara að orðum Jesú, þrátt fyrir reynslu af árangurs-
lausri veiði, v. 5. Jesús á þannig frumkvæði að hinni miklu veiði, sem veldur
hvörfum í framvindu frásögunnar.
Eftir reynsluna af hinni miklu veiði ávarpar Símon Pétur Jesúm sem herra
/ drottinn, KÚpie, v. 8. Hér er um að ræða meira en kurteisisávarp. Ávarpið
endurspeglar hugmyndina um viðkomandi sem þann, sem hefur vald. Það er
stutt af undanfarandi viðbrögðum Símonar Péturs, þar sem hann fellur að
knjám Jesú. Hér er einnig tjáð, að Jesús fari með umboðsvald frá Guði.22 Það
er stutt af beiðni Símonar Péturs um að Jesús víki frá sér, því að hann sé synd-
ugur maður. Hugmyndin um manninn sem syndara er í guðspjallinu sem og
öðrum ritum Biblíunnar fyrst og fremst tengt sambandi mannsins við Guð.
Sögumaður túlkar þessi viðbrögð sem óttablandna undrun, Gdp.þos'. Þetta er
ítrekað undirstrikað með því að segja, að viðbrögð fiskimannanna á báti hans
hafi verið hin sömu sem og nafngreindra félaga á hinum bátnum, v. 10. Orð
Jesú í v. 10 túlka viðbrögðin sem ótta. Guðdómlegur myndugleiki Jesú er
undirstrikaður með þessu og í lokaorðum Jesú. Þau eru yfirlýsing, þar sem
ekki er aðeins sagt fyrir um framtíðarhlutverk Símonar, heldur felur
yfirlýsingin í sér, að frá þeirri stundu sé Símon gengin í þjónustu, sem felur
í sér starf fyrir Guðs ríki, v. 10, sbr 4. 43. Þetta er undirstrikað með niðurlagi
frásögunnar, að fiskimennirnir yfirgefi allt og fylgi Jesú, v. 11.
í ávarpi Símonar Péturs birtist sama ávarp og ávarp kirkjunnar á hans tím-
um til drottins hennar.23
Manngerð Jesú er samsett, þar sem hún sýnir blæbrigði í viðbrögðum við
mismunandi aðstæðum og frumkvæði í farmvindu frásögunnar. í boðunarstarfi
sínu vinnur Jesús menn fyrir Guðs ríki, hér fiskimenn við Genneseretvatn, það
er að segja Símon og félaga, til þess að ganga inn í boðunarstarf hans.
24, 45, 9. 33, og í munni 10 holdsveikra í 17. 13. Með tilliti til þessa er eðlilegast að þýða
með orðinu lærimeistari. Sjá A. Oepke, émoTáTTis', Theologisches Wörterbuch zum
Neuen Testament II. Stuttgart: Verlag von W. Kohlhammer 1935. Bls. 619. Sjá ennfremur
W. Bauer, Wörterbuch zum Neuen Testament. Berlin - New York: Walter de Gruyter 61988,
ennfremur skýringarrit yfir Lúk.
22 Sjá G. Quell / W. Foerster, KÚpLO?, Theologisches Wörterbuch zum Neuen Testament III.
Stuttgart: Verlag von Kohlhammer 1938. Bls. 1038-1094, einkum 1092nn. Foerster
undirstrikar notkun orðsins sem tignarheitis í Lúk. Sjá ennfremur skýringarrit.
23 Sjá t. d. Post. 2. 36, 7. 59 og 60, 9. 5, 10 og 13. Sjá einnig Róm. 1. 4 og víðar í bréfum
Páls.
217