Hugur - 01.01.2013, Blaðsíða 9
Heimspekin er afgangur vísindanna H | . , | . –
Heimspekin er
afgangur vísindanna
Elmar Geir Unnsteinsson ræðir við Stephen Neale
Stephen Neale er prófessor í heimspeki og málvísindum við CUNY Graduate
Center í New York. Hann hefur gefið út bækur og greinar um ýmis efni í mál-
speki, hugspeki, heimspekilegri rökfræði, frumspeki og málvísindum svo dæmi
séu nefnd. Fyrsta bók hans, Descriptions, kom út árið og var byggð á doktors-
ritgerð sem Neale varði við Stanford-háskóla. Þar færir Neale ítarleg rök fyrir lýs-
ingakenningu Russells og beitti til þess hugmyndum úr smiðju heimspekingsins
Paul Grice á nýstárlegan hátt. Bókin er sannkallaður „klassíker“ í málspeki og má
segja að hún hafi sýnt hvernig hægt er að samþætta ólíkar aðferðir og kenningar í
heimspeki, rökfræði og málvísindum til að komast að áhugaverðum niðurstöðum
um mál og merkingu. En Neale hefur lengi verið talsmaður þess að heimspek-
ingar taki tillit til kenninga í málvísindum þegar þeir setja fram fullyrðingar um
tungumál og mannleg samskipti.
Árið gaf hann út bókina Facing Facts þar sem staðreyndahugtakið er brot-
ið til mergjar. Útgangspunktur bókarinnar eru heimspekikenningar á borð við
samsvörunarkenninguna um sannleikann sem gera ráð fyrir því að alltaf sé hægt
að greina eina staðreynd frá annarri. Neale gerir grein fyrir svokölluðum teygju-
byssurökum (e. slingshot argument) sem helst hafa orðið fræg í meðförum Donalds
Davidson en þeim er ætlað að sýna að í raun geti bara verið til ein „Stór stað-
reynd“. Í bókinni sýnir Neale að eðli staðreynda verði að vera skilgreint á mjög
ákveðinn hátt til að teygjubyssurökunum megi afstýra.
Undanfarin ár hefur Neale stundað rannsóknir innan hefðar sem kalla má
ætlunarbyggða merkingarfræði (e. intention-based semantics) og skrifað ýmsar
greinar um samhengisháða merkingu, formlega merkingarfræði, semjandi (e.
compositionality), samvísun (e. coreference), aukmeiningu (e. implicature), ana-
fórur og bindingu. Einnig hefur hann rannsakað lagatúlkun sérstaklega í ljósi
ætlunarhyggju (e. intentionalism). Neale hefur í hyggju að gefa út bók, sem á að
heita Linguistic Pragmatism, þar sem helstu niðurstöður og kenningar hans verða
dregnar saman. Forsmekkinn að þessari bók má fá með því að lesa grein Neales,
„Pragmatism and Binding“, sem birtist í bókinni Semantics versus Pragmatics (Ox-
Hugur 2013-4.indd 9 23/01/2014 12:57:23