Hugur - 01.01.2013, Blaðsíða 61
List og l#!ræ!isskipan
því besta leiðin að meðalvegi sé fylgt á milli auðs og frelsis ef ætlunin er að koma
á góðri stjórnskipan.16 Vegna þessa telur Aristóteles vænlegast að koma upp öfl-
ugri millistétt sem hefði meirihlutavægi við ákvarðanatöku, þannig að á almennu
þingi hefðu hvorki hinir ríku né hinir fátæku yfirhöndina. Að þessu gefnu telur
hann mögulegt að byggja upp stjórnskipan sem væri búin kostum bæði auðveldis
og lýðveldis. Um þá fyrirmyndarskipan kýs hann að nota yfirheiti stjórnskipunar
í heild, eða stjórnskipunarveldi. Það byggir hann á hagnýtum þáttum auðveldis
og lýðveldis, þannig að kostir beggja njóti sín án kerfislægra vandkvæða, með
stuðningi Mölmennrar miðstéttar sem fylgdi meðalhófi. Í slíku kerfi leggur hann
til að almenningur ræði og taki ákvörðun um helstu mál, sem og um breytingar
á lögum, en að kosið verði, eins og í auðveldi, í lykilstöður; þannig megi tryggja
gott úrval manna til að taka ákvarðanir almennt. Ríkið í hugsun Aristótelesar
byggir því á meðalvegi á milli auðveldis og lýðræðis, meðalvegi sem mætti best
styrkja með aðkomu sterkrar millistéttar, meðalvegi þar sem hægt væri að byggja
upp viðunandi hag allra, en samt án þess að ganga um of á eignarrétt þeirra sem
betur væru stæðir.
Það er ljóst af ofangreindu að skilgreining og skilningur Aristótelesar á lýð-
veldis- og auðveldishugtökunum er að mörgu leyti afmarkaðri og skýrari en
nútímanotkun á lýðræðishugtakinu. Undir lýðræði falla mun ýtarlegri hugmynd-
ir um jafnræði en nú tíðkast og hægt er að skilja Aristóteles þannig að í hinu
fullkomna l#!ræ!i gildi einnig reglur um fullkomið jafnræ!i. Þannig er ekki kosið
í embætti þar sem lýðræðisstjórnarfar ríkir, heldur er fremur varpað hlutkesti um
virðingarstöður. Kosningar um embætti í almennri stjórnsýslu telur Aristóteles
eiga fremur við um auðveldisskipanina. Í lýðræði kemur Möldinn saman og ræðir
mikilvæg mál, eins og lagasetningu, en treystir fulltrúum einungis fyrir fram-
kvæmdinni. Kosningar fulltrúa til að taka ákvarðanir um lagabókstafinn, eins og
tíðkast almennt nú til dags, væru í anda auðveldis samkvæmt lýsingu Aristóteles-
ar; það er að segja fáveldis þar sem fámennum hópi er treyst fyrir grunnstoðum
kerfisins þótt það sé í umboði fleiri.17
Í ríki Aristótelesar sameinast kostir tveggja kerfa. Annarsvegar hafa frjálsir
menn áhrif á stjórnskipanina, eins og um lýðræði væri að ræða – þar er því hægt
að tryggja jafnræ!i!, sem er lykilatriði lýðræðishugtaksins, þó þannig að það bitni
ekki á farsæld heildarinnar og frelsi. Hinsvegar er ábyrgð á daglegum rekstri og
ákvarðanatöku vísað til kjörinna embættismanna, eins og um auðveldi væri að
ræða – þannig er hægt að tryggja það að bestu menn sinni þessum störfum, svo að
rekstur samfélagsins sé í sem bestum höndum.
Aristóteles tekur fram að æskilegt sé að stofna til stjórnskipunar þar sem kostir
bæði auðveldis og lýðveldis séu til staðar, þar sem frelsi, í nafni lýðræðis, og efnis-
leg velferð, í anda auðveldis, geti bæði notið sín. Þó leggur hann einnig áherslu
á að til lengdar sé markmiðið að koma á aðalsveldi þar sem allar þrjár stoðir
stjórnskipunar – frelsi, auður og dygðir – séu ráðandi. Það felur í sér að byggt væri
Stjórnspekin, a:–a:.
Stjórnspekin, a: –b: .
Hugur 2013-4.indd 61 23/01/2014 12:57:26