Hugur - 01.01.2013, Blaðsíða 57
List og l#!ræ!isskipan
Hlemmi sem bar titilinn Eitthva! anna!.2 Á þeirri sýningu sýndi hún ekki eiginleg
listaverk, heldur stofnaði til umræðu um þjóðfélagsástandið fyrir opnum tjöldum
í rými gallerísins. Sýningin fólst í því að vera ekki sýning, heldur tilraun til upp-
byggilegrar umræðu. Vorið var haldin sýning á Listasafni Akur eyrar sem hét
Bæ bæ Ísland – uppgjör vi! gamalt konsept.3 Á þeirri sýningu sýndi listaparið Libia
Castro og Ólafur Ólafsson frumgerð tónverks sem þau létu semja við íslensku
stjórnarskrána. Þetta verk varð síðar þungamiðja sýningar þeirra á Feneyjatvíær-
ingnum árið undir titlinum )e Constitution of the Republic of Iceland.
Nú vita allir Íslendingar hvað átti sér stað eftir að þessi verk voru gerð, þegar
efnahagslegt og stjórnarfarslegt hrun varð á Íslandi. Þessi verk geta því í samhengi
sögunnar virst fyrirboðar þess sem síðar kom í ljós. Að vissu leyti má telja að svo
sé, en þó er mikilvægt að ræða þessi verk í stærra samhengi, þ.e. að líta á þau sem
dæmi um staðbundinn forsmekk að kreppu lýðræðis og efnahagshugmynda á
Vesturlöndum, vissa vísbendingu um stöðuna í heiminum í heild. Þessi listaverk
hafa staðbundna skírskotun á Íslandi, en telja má að hugmyndafræðilegur grunn-
ur þeirra og tilfinning spanni mun víðara svið.
Lýðræðishugtakið hefur verið talsvert gagnrýnt í umræðu umliðinna ára,
bæði hér á landi og í útlöndum. Hefur merking þess og hagnýting í gagnrýni
og umræðu þótt víð og skriðul. Það er því áhugavert, áður en rætt er nánar um
ofangreind verk, að skoða hugtakið betur og ræða () grundvöll þess í klassískri
heimspeki til að skoða betur hvernig hugtakinu var upphaflega beitt í tengslum
við umræðu um Mölbreytta möguleika stjórnskipunar í fornöld og () afstöðu ís-
lenskra hugsuða til notkunar þess og gildis í upphafi nýrrar aldar. Þannig mætti
skýra menningarlegan jarðveg hugmynda um lýðræði og stjórnskipan sem ofan-
greind verk tengjast hér á landi.
Það er algengt viðhorf að líta á listina sem spegil þjóðfélagsins, í þeirri merk-
ingu að hún birti fólki mynd þess sem að baki býr og er ekki berlega sýnilegt. Það
mætti ímynda sér að ofangreind verk þjónuðu slíkum tilgangi; að þau hafi verið
til marks um þær brotalamir í stjórnskipaninni sem síðar komu í ljós.4 Hinu má
þó einnig velta fyrir sér, sem væri sýnu áhugaverðara: Gæti listin að auki verið
beinn áhrifavaldur, eins og ofangreind verk virðast vilja vera, sem fyrirmynd um
nýstárlega hugsun um möguleika lýðræðislegrar skipanar, sem hvati til að hugsa
lýðræðisskipan á einhvern annan hátt?
henni í blaðinu þann . september : http://www.nytimes.com////national/ART.
html.
SamtímaumMöllun um sýninguna má sjá í gagnrýni Rögnu Sigurðardóttur í Morgunbla!inu .
febrúar : http://www.hlemmur.is/umMollun/mbl_osk.htm.
Á meðan undirbúningur sýningarinnar Bæ bæ Ísland stóð yfir hlaut hugmyndin að baki henni
ágætis umMöllun í Morgunbla!inu í grein Skafta Hallgrímssonar sem birtist þann . október
: http://www.mbl.is/greinasafn/grein//?item_num=&dags=--.
Ágæta greiningu á þessum ætluðu brotalömum er meðal annars að finna í greiningu Eiríks
Tómas sonar () á göllum stjórnarfarsins sem hann rekur orsakir efnahagskreppunnar til.
Hugur 2013-4.indd 57 23/01/2014 12:57:26