Hugur - 01.01.2013, Blaðsíða 43

Hugur - 01.01.2013, Blaðsíða 43
 Skapandi sjálfsgleymi  isma sem búddisma neyddi þá til að sjóða saman hugmyndir um gerð alheimsins upp úr tíundu öld e.Kr. Hið konfúsíaníska heimsfræðikerfi sem þá mótaðist var sterklega innblásið af hinum stefnunum tveimur en áhersla konfúsíanisma var og er enn fyrst og fremst lögð á skipulagningu samfélagsins, siðmenntun og ræktun hefða og menningar. Þegar einn lærisveina Konfúsíusar tók upp á því að leita út fyrir þessi svið og spyrja meistarann hvernig ætti að þjóna guðunum var honum svarað sem svo að ef maður kynni ekki að þjóna mönnum gæti maður varla lært hvernig þjóna skuli guðum. Þegar lærisveinninn spurði hann svo um dauðann svaraði Konfúsíus að sá sem ekki skildi lífið gæti ekki gert ráð fyrir að öðlast skilning á dauðanum.7 Konfúsíus taldi vissulega að sýna ætti öndum framliðinna forfeðra virðingu en hann ráðlagði lærisveinum sínum að halda þeim í viðeigandi Marlægð og einbeita sér fremur að brýnum verkefnum hversdagsins.8 Eins og fram kemur í hinu kon- fúsíaníska riti Zhongyong 中庸 frá fimmtu öld f.Kr. er ein helsta hindrunin í vegi þess að byggja megi upp gott samfélag sú að hinir „vitru“ séu of uppteknir af því sem er handan hversdagslegrar reynslu.9 Hér er ekki ólíklegt að vísað sé til fylg- ismanna dao-skólans. Konfúsíus virðist almennt hafa haft takmarkaðan áhuga á náttúrulegu ferli veraldarinnar og hið sama gilti um allflesta eftirmenn hans.10 En daoistarnir hófu flugið í eðlisgerð heimsins, í þeirri virkni sem einkenndi náttúrulegt veraldarskipulagið. Túlkun þeirra á jafnt eðlisgerð sem virkni mótaði lífsspeki þeirra. Þar vekur athygli að gert er ráð fyrir því að náttúruferlin séu vita skeytingarlaus um afdrif fyrirbæranna innan þeirra. Í Ferlinu og dyg!inni segir til dæmis: „Himinn og jörð sýna enga góðmennsku; fyrir þeim eru tugþúsundir sem hundar úr hálmi.“11 Í skýringum sínum við þetta rit segir Ragnar Baldursson að hér sé átt við „hundabrúður úr hálmi sem notaðar voru við fórnarathafnir. Þær höfðu aðeins táknrænt gildi og var fleygt að athöfn lokinni“.12 „Tugþúsundir“ vísa til fyrirbæra heimsins, allra vera og allra hluta, sem með hliðsjón af þessari líkingu gegna einungis tímabundnu hlutverki í rás veraldarinnar þar til þeim er kastað á bálköst eyðingarinnar. Þó má ekki horfa framhjá því að meðan á fórnarathöfnum stóð var táknrænt gildi „hundabrúðanna“ verulegt og fyrir þeim borin viss lotning. Að sama skapi mætti hugsa sér að veraldaröflin geri fyrirbærum sínum hátt undir höfði á meðan þau eru til og þjóna ákveðnum hlutverkum. Með öðrum orðum er lífið dýrmætt meðan á því stendur og vert að bera lotningu fyrir því, þótt ekki beri að harma um of óhjákvæmileg endalok þess. Líkt og hjá konfúsíanistum er áhersla daoista því á lífið sjálft. En daoistar voru afar áhugasamir um virkni náttúrunnar sem þeir leituðust við að skilja og laga sig að. Þeir veittu því athygli að óhindruð og náttúruleg rás hlutanna styrkti að öllu jöfnu vöxt og viðgang lífveranna. Hinum ýmsu dýrategundum farnast til dæmis  Speki Konfúsíusar ..  Speki Konfúsíusar ..  Ames og Hall , §.  Konfúsíus lýsti raunar áhuga sínum á að verja efri árum sínum í rannsókn á Breytingaritningunni, eða Yijing (Speki Konfúsíusar .), en rit þetta leggur einmitt grundvöll að heimsfræði Kínverja.  Laozi: §, s. .  Laozi: , nmgr. . Hugur 2013-4.indd 43 23/01/2014 12:57:25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.