Hugur - 01.01.2013, Blaðsíða 69
List og l#!ræ!isskipan
evrópsku sjónarhorni. Í þeirri síðari tók hann skipulega upp það sem hann taldi
viðteknar skoðanir og yrðingar sem viðbrögð við því fyrra. Markmiðið með
gjörningnum sagði hann vera að vekja fólk til umræðu um ólíka afstöðu fólks
til Bandaríkjamanna innan Bandaríkjanna og í Evrópu. Hann varpaði þessum
yrðingum fram til að vekja umræðu, og það tókst. Umræðan reyndist neikvæð á
meðal bæjarbúa sjálfra en á jákvæðari nótum í samfélagi listamanna. Þessi ólíku
viðbrögð við verkinu gefa tilefni að skoða það nánar í tengslum við samhengi
sitt.
Sem fyrr segir var verkið sýnt í smábænum Marfa, sem telur einungis um
íbúa og er á strjálbýlu eyðimerkursvæði við landamæri Texas og Mexíkó.33 Þetta er
eitt fátækasta hérað Bandaríkjanna og af hundraði íbúa Marfa hefur spænsku
að móðurmáli. Tæplega íbúar búa í héraðinu sem hefur um langan aldur ver-
ið öruggt vígi demókrata í alríkiskosningum. Um þriðjungur íbúa kaus þó Bush í
kosningunum árið , þannig að ljóst er að hann átti sér sína stuðningsmenn í
bænum. Almenn hnignun hefur ríkt á svæðinu undanfarna áratugi og íbúum hef-
ur fækkað jafnt og þétt. Á undanförnum árum hefur helsti vaxtarbroddurinn þó
verið aukin ferðamennska, sem er meðal annars tilkomin vegna öflugrar starfsemi
Chianti-stofnunarinnar. Má rekja rekstur nokkurra sýningarsala í þessum smábæ,
eins og þess sem Hlynur sýndi í, til áhrifa hennar. Í gögnum um bæinn frá
kemur fram að um íbúa starfar við listatengd störf auk þess sem menntunar-
stig bæjarbúa í heild er talsvert betra en í Texasfylki almennt. Ekki er ólíklegt að
Mölgun menntafólks megi rekja til listastarfseminnar.
Það er inn í þetta umhverfi sem Hlynur vinnur sýningu sína. Greinilegt er að
hún var ekki Mölsótt, áhorfendur hennar voru helst fólk sem taldist til „listaelítu“
bæjarins og tengist Chianti-stofnuninni. Gestir við opnunina voru jákvæðir
gagnvart listsköpun Hlyns, en aðrir íbúar bæjarins sáu aðeins til verksins í gegn-
um flennistóra glugga rýmisins sem blöstu við þeim þegar þeir gengu eða óku
framhjá. Þótt Hlynur segist hafa viljað vekja almenna umræðu er ljóst að umræða
um verkið á listrænum forsendum þess hefur einungis átt sér stað á meðal fárra
kunnugra á staðnum. Í heildina má því líta svo á að verkið sé eitt af þeim Möl-
mörgu verkum samtíðarlistar sem njóta sín betur í frásögn og kynningu eftir á.
Það var eftir því tekið sem listaverki í því samhengi sem Hlynur er vanur að vinna
í. Í samhengi listasamfélagsins í Þýskalandi og á Íslandi er ekki ósennilegt að
storkandi orð máluð á vegg í galleríi í bæ í Bandaríkjunum hafi verið túlkuð sem
merki um jákvæða uppákomu og sterk skilaboð.34
Frá sjónarmiði íbúa í Marfa voru viðtökur verksins hinsvegar gerólíkar. Svo
virðist sem umtalsverð óánægja hafi verið með það, sem leiddi til mótmæla gegn
Upplýsingar um Marfa eru samkvæmt upplýsingum af vefnum city-data.com og eru frá :
„Marfa, Texas (TX ) profile: population, maps, real estate, averages, homes, statistics, reloca-
tion, travel, jobs, hospitals, schools, crime, moving, houses, news“: http://www.city-data.com/city/
Marfa-Texas.html. Sótt . september .
Hlynur notar mynd frá síðari opnun sinni í Marfa í verki sem hann gerði árið , Erö0nung in
Marfa, Texas, og er hluti af myndröð sem hann hlaut verðlaun fyrir í Þýskalandi. Sjá nánar: „zug
um zug /// Kunstpreis der Sparda-Bank Hannover-Stiftung /// Galerie Hlynur Hallsson“:
http://www.zugumzug.de/hlynur_hallsson.html. Sótt . september .
Hugur 2013-4.indd 69 23/01/2014 12:57:26