Hugur - 01.01.2013, Blaðsíða 28
Stefán Snævarr
sjálfið eða persónan geti verið annað og meira en burðarásar hugsana, tilfinninga,
breytni o.s.frv. Eða hvað skyldi nú þetta þrennt vera að bauka þegar það hugsar
ekki, hefur engar tilfinningar og gerir ekkert?
Ekki er hægt að ákvarða skurðpunkt m-samsemda án frásagna, heldur ekki
grindina. Það er heldur ekki hægt að ræða um persónu (og þar með grindina)
nema að tala um ævi manns og þar með ævisögu. Eins og áður segir eru ekki
skörp skil milli manns og athafna, sjálf okkar er sumpart summan af því sem við
gerum eða vildum gera. Segja verður sögu þessara raunverulegu og mögulegu
athafna ef hægt á að vera að skilja þær og þar með sjálfið.
Írski heimspekingurinn Alasdair MacIntyre segir að málgjörðir (e. speech acts)
séu ekki almennilega skiljanlegar nema menn þekki hið frásögulega samhengi
sem þær gerast í. Hugsum okkur að við séum að bíða eftir strætisvagni og kona
sem stendur við hlið okkar segi allt í einu: „Latneska heitið á villiönd er Histri-
onicus histrionicus histrionicus.“ Auðvitað skiljum við orðanna hljóðan en eigum í
erfiðleikum með að skilja tilganginn með málgjörðinni. Endurtaki konan þessa
setningu með jöfnu millibili má ætla að hún sé klikkuð eða hafi sérkennilegt
skopskyn. Skilja mætti málgjörðina ef við uppgötvuðum að hún telji mig vera
einstakling sem spurði hana nýskeð hvað villönd kallaðist á latínu. Við myndum
líka skilja hana ef í ljós kæmi að hún væri njósnari sem héldi að við værum með-
njósnarar sínir. Setningin væri þá á dulmáli sem okkur væri ætlað að túlka. Í öllum
tilvikunum er málgjörðin einungis skiljanleg ef við þekkjum hið frásögulega sam-
hengi.
Ég hygg að slíkt hið sama gildi um allar athafnir manna. Eða geta menn skilið
þá athöfn mína að sparka í Sigga að yfirlögðu ráði nema þekkja forsöguna? Ég
sparkaði kannski í hann vegna þess að ég gat ekki fyrirgefið honum að hann
skyldi stinga undan mér í partíinu forðum.
MacIntyre segir að sjálfsemd manna hafi frásagnarformgerð.25 Athafnir okkar
séu atburðir í sögum, ekki síst ævisögu okkar. Ævisagan ljái athöfnunum sam-
semd, geri þær að því sem þær eru.
Jafnvel þótt við gætum efast um að sjálf okkar sé í raun og sanni eitt samhang-
andi sjálf þá efast aðrir ekki um það. Menn geta t.d. gert okkur ábyrg fyrir því
sem við gerðum fyrir áratug og þá þýðir lítið að segjast hafa verið önnur persóna
þá. Menn gætu ekki gert okkur ábyrga fyrir fyrri afrekum nema þeir líti á okkur
sem frásögulega heild.
MacIntyre biður okkur um að hyggja að eftirfarandi: Við höldum að tiltekinn
einstaklingur sé í einni lýsingu fangi í Château d’If og í annarri lýsingu greifinn
af Monte-Cristo. Þessu getum við bara haldið fram svo mark sé á takandi að því
tilskildu að við getum sagt söguna um það hvernig þessi maður geti verið einn og
samur. Með þessum hætti er sjálfsemd manna af sama tagi og sjálfsemd persónu
í skáldskap. Sú sjálfsemd skapast af heild frásögunnar, að breyttu breytanda gildir
slíkt hið sama um sjálfsemd okkar. Sjálfið er því sértekning frá frásögu. Þess vegna
getum við ekki talað um ævisögu nema gera ráð fyrir því að viðfang sögunnar sé
Ég „þýði“ boðskap MacIntyres á mitt mál, hann talar ekki um slíkar formgerðir.
Hugur 2013-4.indd 28 23/01/2014 12:57:24