Hugur - 01.01.2013, Blaðsíða 129
Brosi!
hina einhliða skoðun á brosinu sem vísi að hlátrinum og tjáningu gleðinnar. Sú
grundvallaraðferðafræði gildir jafnt um tilurð hláturs og gráturs sem og tilurð
brossins að maður skyldi fyrst hafa skilið hina fullmótuðu tjáningu í sinni þrosk-
uðustu mynd áður en kjarnaformum hennar eru gerð skil.
Aðeins þannig má forðast hættuna á oftúlkun eða vantúlkun tjáningarfyrirbær-
is. Hið sundurlausa í viðbrögðum bernskunnar getur aðeins orðið grunnur rann-
sóknar þegar þroskuð gerð þess er þekkt, sama hversu áhugaverðar niðurstöð-
ur geta fengist með því að leita aftur til upprunans. Skilgreiningin á brosi sem
tjáningu andans virðist of háfleyg og einhliða skilgreining á fyrirbærinu, með
áherslu á ákveðnar formgerðir brossins hjá fullorðnum, þar sem hin einfalda gleði
skynrænnar vellíðunar og ánægju sem birtist í samskonar látbragði ungbarna er
skilin útundan. Skilji maður brosið aðeins þessum þrönga skilningi, sem merk-
ingarbært látbragð, er lifandi bros sem viðbragð við skynrænu áreiti tekið út úr
jöfnunni. Þar að auki fellur sú tjáning sem þýðir „ekkert lengur“ og ber ekki að
skilja, bros friðarins, endurlausnarinnar og þess yfirþyrmandi, sem kann að birtast
í svip hinna framliðnu, ekki undir skilgreiningu okkar.
Brosið tjáir í öllum sínum myndum mennsku mannsins. Þó að mennskan geri
vart við sig í allri mannlegri tjáningu, jafnvel í hinum hömlulausustu og sterkustu
ástríðum sem og í sérkennum mannsins, hlátri og gráti sem felast í glötun sjálfs-
stjórnar, þá birtir brosið manninn í virku rólyndi og yfirvegaðri Marlægð. Jafnvel
sem tilbrigði við vandræðaleika, skömm, sorg, biturð eða efa hefur brosið sig upp
fyrir slíkar tilfinningar. Hið mannlega við manninn birtist ekki af tilviljun í lág-
stemmdri og þögulli tjáningu, reisn hans í slökun og leik; sem hugboð í upphafi,
sem innsigli í lokin. Hvarvetna sem það birtist er hin ljúfa birta þess blíð á mann-
inn, líkt og það beri gyðjukoss á enni.
Marteinn Sindri Jónsson $#ddi
Hugur 2013-4.indd 129 23/01/2014 12:57:29