Hugur - 01.01.2013, Blaðsíða 118

Hugur - 01.01.2013, Blaðsíða 118
 Maurizio Lazzarato sem fer fram innan þess tíma. Sú framleiðsla sjálfsveruleika eða upplýsinga sem hlýst af samþættingu fyrirkomulags af toga flæðis ímynda, hljóðs, tákna og þátta sjálfsveruleikans (hrif sem höfða til hins óeinstaklingsbundna, táknanir, órar o.s.frv.) verður hvorki rakin til neins né reiknuð út. Félagslegur „útbúnaður“ velferðarríkisins sem bregst við atvinnuleysi neyðir atvinnuleysingjann til að aðhafast og líta á sjálfan sig sem „notanda“ bótanna, þ.e.a.s. sem mennskt auðmagn sem ber ábyrgð á því að vera tækur til vinnu. En jafnframt er honum gert að virka sem einföld útskiptanleg breyta á vinnumark- aðnum, sem sveigjanlegt og aðlögunarhæft stykki andspænis „sjálfvirkum ferl- um“ eftirspurnar eftir vinnu og framboðs á henni. Annars vegar fara „prestsleg“ gangvirki stýringar og hvatningar í saumana á menntun, áætlunum, hæfileikum og hegðun hins atvinnulausa og þrýsta þannig á hann að gera sig að sjálfsveru, en hins vegar lítur markaðurinn á hann sem óeinstaklingsvætt stykki sem tekur þátt í sjálfvirku ferli sjálfstýringar sinnar. Séu atvinnuleysisbætur mælikvarði á kostn- aðinn af því að gera atvinnuleysingjann tiltækan (mælikvarði á undirokunina), þá verður það hvorki rakið til neins né reiknað út sem atvinnuleysinginn framleiðir með hreyfanleika sínum og sveigjanleika á vinnumarkaðnum eða það sem hann framleiðir sem neytandi eða að því marki sem hann leggur sinn skerf til að halda gangandi vél þjónustusambandsins sem atvinnuleysisbæturnar eru fólgnar í (upp- lýsingarnar sem hann lætur í té, jafnvel gegn vilja sínum, sú sjálfsverulega og hlut- verulega vísitala sem í honum býr, jafnvel gegn vilja sínum, gera úr atvinnuleys- ingjanum enn eitt „feedback-ið“ í þessari „samfélagsvél“). Í Mármálakerfinu er einstaklingurinn sjálfsvera (mennskt auðmagn) á enn annan hátt. Sem „Márfestir/skuldari“ getur hann talist sjálfur hápunktur sjálfs- veruvæðingarinnar: loforðið sem hann gefur um að losa sig undan skuldinni felur í sér uppfinningu minnis og hrifa (á borð við sektarkennd, ábyrgð, tryggð, trúnað o.s.frv.) sem nauðsynleg eru til að tryggja að staðið verði við loforðið. En um leið og lánastarfsemi kemur til sögu innan Mármálavélarinnar verður hann að ein- hverju allt öðru, að einföldu ílagi í fyrirkomulagi Mármálaheimsins. Lánið/skuldin rennur fyrirkomulaginu í merg og bein og tapar í reynd allri tilvísun til sjálfsver- unnar sem stofnaði til skuldarinnar. Lánið/skuldin er í bókstaflegum skilningi hlutuð í sundur (á sama hátt og starfsemin hlutar sjálfsveruna í sundur) af hálfu Mármálavélarinnar, eins og undirmálslánakreppan hefur leitt í ljós. Þá snýst málið ekki lengur um þessa Márfestinguna eða hina, um eina skuld eða aðra: starfsemi Mármálanna hefur umbreytt þeim í gjaldmiðil sem virkar sem „auðmagn“, í pen- inga sem geta af sér peninga, og takmarka sig ekki við að ráða yfir vinnu, heldur taka þeir þess í stað að ráða yfir tilteknu fyrirkomulagi, flóknu félagslegu ferli. Sá „kaupmáttur“ sem táknaður er með tilteknu húsnæðismati stenst engan samanburð við valdið sem gjaldmiðillinn býr yfir í krafti þess að vera auðmagn eða ráða yfir tilteknu fyrirkomulagi. Fjármagnsvélin starfar á allt öðru valdasviði (vald fyrirkomulagsins, vald ferlisins) en kaupmátturinn. Það gerir henni kleift að draga úr tilbrigðum hins mögulega, en líka að hlaupa út undan sér og trufl- ast, enda verður gjaldmiðlunum tveimur vart jafnað saman (þeim sem notaður er til að kaupa eða ráða yfir neysluvöru og þeim sem ræður yfir fyrirkomulagi). Hugur 2013-4.indd 118 23/01/2014 12:57:29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.