Hugur - 01.01.2013, Blaðsíða 103
Vegsummerki listarinnar
þetta þannig: listin er ávallt í einu og öllu önnur list (ekki bara annað form, annar
stíll, heldur annar „kjarni“ „listarinnar“) – allt eftir því hvernig hún „svarar“ öðrum
heimi, annarri polis, – en hún er um leið allt sem er, það er að segja öll listin í sjálfri
sér…
Þessi framkvæmd án enda, eða öllu heldur þessi endanlega fullvinnsla, ef við
höfum í huga framkvæmd sem takmarkast við það sem hún er, og opnar einmitt
þess vegna fyrir tilkomu annarrar framkvæmdar, og er því einnig óendanleg full-
vinnsla – þessi þversagnafulli háttur fullkomnunarinnar er kannski það sem öll
listhefð okkar kallar á og forðast um lei! að hugsa. Þessi tvíræði gjörningur á sér
djúpstæðar forsendur sem við komum að síðar. En með þessum tvíræða hætti
vísar hefðin á endamörkin, á endalokin í sinni einföldustu mynd, og brátt á sjálf-
an dau!ann sem í raun gæti verið afskrift tiltekins forms, skyndimynd tiltekins
gjörnings, brottfall tiltekinnar birtingar – og því ávallt tiltekið brotthvarf. Erum
við þess megnug að hugsa þetta? Þið verðið að skilja að þetta felur í sér að hugsa
ummerkin.
Um er að ræða knýjandi nauðsyn. Því ef atburður listarinnar fullkomnar sig til
þess að hverfa, ef hann endurtekur sig í sögu sinni, ef hann spinnur jafnvel þessa
sögu sína sem hrynjandi endurtekninga sinna (og ég legg áherslu á að þetta hafi
jafnvel gerst hljóðlega allt frá Lascaux), þá merkir það að atburðurinn hafi ein-
kenni nauðsynjarinnar fyrir listina. Við getum ekki komist í gegnum þetta með
útskúfunar- og blessunarorðum. Þar sem ég ætla mér ekki hér og nú að fara inn
í umræðu um smekkinn ætla ég þar af leiðandi ekki heldur að leggja endanlegan
dóm á samtímalistina, dóm sem til góðs eða ills myndi meta hana eftir mælikvarða
hinnar endanlegu fullkomnunar (sem væri um leið óhjákvæmilega guðfræðilegur
dómur og þar með kosmólógiskur og mannfræðilegur). Þvert á móti legg ég til
rannsókn á hvers eðlis „full-komnunin“ eða hin endanlega/óendanlega fullkomn-
un sé í því sem eftir lifir þegar verk sýnir sig og þráast við að sýna sig. Hugsun mín
snýst um þetta: endanlega full-komnun, e!a fullkomnun sló!arinnar.
4.
Ef við viljum vera nákvæm og gaumgæfa vel orðin og sögu þeirra, þá verðum við
að viðurkenna að til er skilgreining listarinnar sem felur allar aðrar skilgreiningar í
sér (að minnsta kosti á Vesturlöndum – en „listin“ er vestrænt hugtak). Við getum
með nokkurri vissu sagt það um skilgreiningu Hegels: listin er hin skynjanlega
birtingarmynd Hugmyndarinnar. Engin önnur skilgreining er það frábrugðin að
hún feli í sér beina andstöðu við þessa. Hún felur í sér veru og kjarna listarinnar
fram að okkar tímum. Ólík blæbrigði sem við getum fundið allt frá Platóni til
Heideggers (a.m.k. fram að hinum kunna texta Um uppruna listaverksins; – öðru
máli gegnir um fyrstu útgáfu textans eins og Emmanuel Martineau gekk frá hon-
um ; hér er ekki tilefni til frekari könnunar á þessu máli, sem væri þó þörf ).
Eftir það er komið að okkur: við ræðum og skeggræðum um hið ytra og innra í
Hugur 2013-4.indd 103 23/01/2014 12:57:28