Hugur - 01.01.2013, Blaðsíða 117
N#frjálshyggja og framlei!sla sjálfsveruleikans
sem felst í því að úthluta okkur einstaklingseðli og fyrirframskilgreindu hlut-
verki (verkamaður, neytandi, atvinnuleysingi, karl/kona, listamaður o.s.frv.) og
innan þess ramma eiga einstaklingarnir að týnast hver fyrir sig; og meinfýsni
„ómennskunnar“ sem finnur okkur stað innan fyrirkomulags sem greinir ekki
lengur hið mannlega frá hinu ómannlega, sjálfsveru frá hlutveru, orð frá hlutum.
Innan þrælkunarinnar aðhöfumst við ekkert lengur, né heldur notfærum vi! okk-
ur lengur10 nokkurn skapaðan hlut, séu hugtökin athöfn og notkun skilin sem
starfshættir sjálfsverunnar. Þess í stað ölum við af okkur einber ílög og frálög,
input og output, í starfsemi efnahags-, félags- og samskiptaferla sem þrælkunin
ræður yfir eða stýrir.
Heildarmáttur vinnuaflsins (sem samsvarar í nýfrjálshyggjunni allri alþýðu
manna) er þá látinn lúta tvíþættu stjórnskipulagi: annars vegar vélrænum bún-
aði fyrirtækisins, samskiptanna, velferðarríkisins, Mármálaheimsins, og hins vegar
stigskiptingu valdsins sem úthlutar honum tilteknum félagslegum og fram-
leiðslubundnum starfsháttum. Innan þeirra Marlægist þessi heildarmáttur sjálfan
sig vegna skiptingarinnar í notendur og/eða framleiðendur.
Undirokun og þrælkun eru dæmi um starfshætti sem tiltekin persóna getur
innt af hendi en má einnig dreifa á ólíkar persónur. Tökum fyrirtæki sem dæmi:
„launþegarnir“ lúta sjálfvirknivæðingu ferla, véla og verkaskiptingar, og virka þá
sem „ílög“ og „frálög“ ferlisins. En þegar bilun verður, eða slys, eða rof í virkninni,
þá þarf að reiða sig á starfshátt sjálfsverunnar, vitund hennar og táknanir til að
„ná utan um“ atvikið, skýra það, berja í brestinn í því augnamiði að sjálfvirknin og
þrælkunarferlin komist aftur í eðlilegt ástand.
Þessi tvíþætta framleiðsla sjálfsverunnar setur mark sitt á annan búnað kap-
ítalismans.
Við erum látin lúta sjónvarpsvélinni, að hætti undirokunarinnar, sem notendur
og neytendur er mynda tengsl við sjónvarpsþætti, myndir og frásagnir í krafti
þess að vera sjálfsverur sem búa yfir vitund og táknunum. Jafnframt erum við
þrælkuð „að því marki sem sjónvarpsáhorfendur eru ekki lengur neytendur eða
notendur, né heldur eru þeir sjálfsverur sem taldar eru „framleiða“, heldur eru þeir
innbyggðir hlutar […] sem tilheyra vélinni en hvorki framleiða hana lengur né
notast við hana“.11
Þegar þrælkunin er annars vegar virka þættir sjálfsveruleikans sem ílög og frá-
lög (input og output) innan fyrirkomulagsins „sjónvarp“, sem endurgjöf (feedback)
í $ví grí!arlega neti samstilltra einstaklinga sem hinir $rælku!u sjónvarpsáhorfend-
ur mynda. Sambandið milli mennskra og ómennskra þátta „á sér stað gegnum
innbyrðis samskipti en ekki gegnum notkun og athafnir“.12 Mælingamenn geta
kortlagt þann tíma sem „heilinn er til taks“ fyrir framan sjónvarpið, en ekki það
„Notandinn“ er aðeins eitt af mörgum afbrigðum þess hvernig sjálfsveruleikinn er kallaður til,
virkjaður og hagnýttur í þjónustutengslunum sem fyrirtækið eða velferðarríkið heldur úti. Af
þessari staðreynd spretta takmarkanir allra þeirra kenninga sem gera úr „notkuninni“ lykilinn að
tiltekinni pólitík (sjá t.d. verk Michels de Certeau, sem eru annars allrar athygli verð).
Gilles Deleuze og Félix Guattari, Capitalisme et schizophrénie /. Mille plateux (París: Minuit ),
bls. .
Sama stað.
Hugur 2013-4.indd 117 23/01/2014 12:57:29