Hugur - 01.01.2013, Blaðsíða 106
Jean-Luc Nancy
Satt að segja er mikilvægustu þætti í samtímalist okkar ekki að finna í form-
leysu eða afmyndun, í smekkleysu eða hinu auvirðilega, heldur í leitinni, viljanum
og lönguninni eftir merkingu. Það er löngun til að gefa merkingu og sýna – heim-
inn og heimsósómann, tæknina og þögnina, sjálfsveruna og Marveru hennar, lík-
amann, sýndarveruna, merkingarleysuna, eða hreinan og kláran vilja til að merkja.
„Leitin að merkingu“ er meira og minna meðvitað leiðarstef þeirra sem gleyma,
eins og Wagner í Parsifal, að formgerð rannsóknarinnar er formgerð flóttans og
glötunarinnar þar sem hin eftirsótta merking tapar smátt og smátt öllu blóði
sínu.
Þannig láta þeir kröfu eða áköll Hugmyndarinnar taka sig kviknakta í ból-
inu. Ekki síst fyrir þá sök að þeir eru gjörsnauðir af viðmiðum og lyklum að
slíkum viðmiðum (sem eitt sinn heyrðu undir trúarbrögðin, goðsögurnar, sögurn-
ar, hetjudáðirnar, náttúruna, tilfinningarnar, áður en þau urðu lyklar sjónarinnar
sjálfrar eða skynjunarinnar, atburðarins eða efnisins og þannig áfram allt til hins
sjálfsvísandi forms). Þar sem þessi eftirspurn eftir Hugmyndinni birtist okkur í
listinni í sinni einföldustu og áköfustu mynd, sjáum við listina tæma sig og ganga
sér til húðar: eftir stendur ekkert annað en hin frumspekilega löngun hennar.
Hún er ekkert annað en endurvarp, útkall í átt að endamörkum/endamarkmiði,
er beinist að innantómu telos/$eos (tilgangi/guði) sem hún getur enn myndgert.
Sem sagt tómhyggja, en eins og einföld ranghverfa hughyggjunnar. Ef Hegel
leit svo á að listin hefði lokið hlutverki sínu vegna þess að Hugmyndin hefði náð
að sýna sig í sinni eigin mynd, í hinu heimspekilega hugtaki, þá var sjónarmið
tómhyggjusinnans hið gagnstæða: Listin endar á því að sýna sjálfa sig í sínu eigin
inntakslausa hugtaki.
6.
Með þessu höfum við hins vegar ekki tæmt alla möguleika á skilgreiningu list-
arinnar – og möguleika listarinnar sjálfrar. Við höfum ekki lokið reikningsskil-
unum á endalokum og endamarkmiðum hennar, en þau fela í sér flókna afkima
sem eru rótin að öllum ögrunum listarinnar á okkar dögum. Til þess að ná utan
um þennan afkima þurfum við að ganga skrefinu lengra í greiningunni á „sýningu
Hugmyndarinnar“.
Þetta eru skref sem ná yfir tvenna tíma, þar sem sá fyrri nær ennþá til Hegels
(og til allrar hefðarinnar í gegnum hann) en seinni tíminn varðar tímann frá
endamörkum Hegels til okkar daga (í gegnum Heidegger, Benjamin, Bataille,
Adorno).
Fyrra tímabilið segir okkur að „hin skynjanlega birtingarmynd Hugmyndarinn-
ar“ sé algild frumforsenda Hugmyndarinnar. Með öðrum orðum gæti Hugmynd-
in ekki verið það sem hún er – kynning hlutarins í sannleika sínum – nema fyrir
tilverknað og gegnum þessa reglu skynjunarinnar. Hún er hvort tveggja í senn,
eigin úthverfa og úthverfan sjálf sem hið brottnumda í afturhvarfinu til sjálfrar
sín sem Hugmynd. Hugmyndin verður að stíga út úr sjálfri sér til að verða hún
Hugur 2013-4.indd 106 23/01/2014 12:57:28