Hugur - 01.01.2013, Blaðsíða 141
Hlutverk heimspekingsins í opinberu lífi
til, óháður huga mínum, þrátt fyrir að ég geti ekki sannað það. Og í því tilfelli verð
ég einhvers konar efahyggjumaður sem reynir að gera öðrum ljóst hve kjánalegir
þeir eru þegar þeir trúa alls konar vitleysu um heiminn.“
Við skulum velta þessari ræðu opinbera heimspekingsins okkar örlítið fyrir
okkur. Hann reynir að svara köllun sinni upp á eigin spýtur og vera sjálfum sér
trúr í leitinni að hinstu rökum tilverunnar, rétt eins og Sókrates. Hann trúir á
slíka vitneskju, hvort sem hann getur fundið hana eða ekki. Sannleikur efahyggju-
mannsins er altækur, ekki síður en sannleikur þess sem telur sig hafa fundið
mikil væg sannindi – og Sókrates, eins og við vitum öll, sveiflaðist á milli þessara
andstæðu viðhorfa. Í báðum tilfellum er það sannleikurinn sem er að veði, sann-
leikurinn um heiminn og spurningin um hvort eitthvað, og þá hvað, sé mögulega
hægt að segja um hann.
En dómur almennrar skynsemi er ótvíræður: Í báðum tilfellum mistekst heim-
spekingnum að sannfæra okkur, venjulegt fólk, um að hann hafi uppgötvað eða
muni nokkurn tímann uppgötva æðri sannleika um heiminn. Enginn heim-
spekingur hefur uppgötvað sannleikann um heiminn eða sannleikann um eigin
möguleika á því að uppgötva sannleikann. Sjálf tilraunin til að uppgötva sannleik-
ann um heiminn og grundvöll eða undirstöðu þekkingar okkar er, þegar öllu er
á botninn hvolft, líkt og að rogast með sólskin í fötu. Eða kannski er það jafnvel
verra en það: einskær hégómi, uppgerð sem getur blekkt okkur sjálf ef við tökum
hana alvarlega, eins og oft er raunin. Þessa uppgerð má jafnvel greina sem ákveð-
inn sjúkdóm skynsamlegrar hugsunar sem rekja má til þess að ólíkum háttum
hugsunarinnar er slegið saman svo úr verða orð og hugtök sem hafa enga skýra
merkingu eða tilvísun og framleiða þannig dularfull fyrirbæri á borð við verund,
anda, viljann til valds, sjálfsveru, viðfang, mismun, veru o.s.frv. – fyrirbæri sem
eiga ekki heima í skynsamlegri samræðu, en eru engu að síður búin til af mönnum
sem ekki eru taldir algjörlega viti sínu Mær.2
Niðurstaðan er óumflýjanleg. Tilraun heimspekingsins okkar, sem vill finna
merkingu í heiminum, er einber hégómi. Almenn skynsemi segir okkur að við
komumst ekki að neinum endanlegum niðurstöðum um hinstu rök tilveru okkar,
og að allar tilraunir til þess séu líkastar barnaleikjum sem við á endanum vöxum
upp úr, líkt og Kallíkles benti Sókratesi á fyrir margt löngu.3 Hvernig skal bregð-
ast við þessum ósvífnu ályktunum almennrar skynsemi? Ég tel að það megi gera
á þrjá vegu:
Þegar dóttir mín var tólf ára spurði hún mig: „Hvað er heimspeki?“ Þegar hún sá að ég hikaði,
svaraði hún spurningu sinni með annarri spurningu: „Er það ekki bara leikur með óhlutstæð orð,
orð sem vísa ekki til nokkurs sem við getum séð eða snert eða fundið lykt af?“ Hún var ekki að
gagnrýna heldur aðeins að glöggva sig á hlutunum. Ég held mikið upp á svar hennar og lít á það
sem eitt besta svarið sem ég hef fundið hingað til. Hún taldi athugasemdina ekki neikvæða og
ég ekki heldur. En í daglegu lífi okkar, þegar við fáumst við hluti sem við getum skynjað og neglt
niður sem örugg viðfangsefni hugsunar okkar, þá verður þessi athugasemd að öflugri gagnrýni:
Heimspeki fæst ekki við hluti sem skipta máli í áþreifanlegu, daglegu lífi okkar, þar sem teknar eru
ákvarðanir á hverju augnabliki er varða alvarleg hagnýt vandamál – jafnvel líf og dauða. Orð eins
og sannleikur, réttlæti, frelsi – svo ekki sé minnst á forskilvitlegur eða frumspekilegur – kunna að
hljóma innantóm, líkt og eintóm sjálfsblekking.
Sjá Gorgías B o.áfr.
Hugur 2013-4.indd 141 23/01/2014 12:57:30