Hugur - 01.01.2013, Blaðsíða 26
Stefán Snævarr
af slíku ferli en það er engan veginn öruggt.18 Hann er alltént ekki skapaður úr
orðum og fullnægir því ekki skilyrði (c), gagnstætt stærðfræðilegum sannindum.
Hvað skilyrði (b) varðar þá getur fyrirbæri ekki fullnægt skilyrði (a) um að hafa
byrjun, millikafla og endi nema þetta þrennt hangi saman, myndi heild.
Frásögn hefur augljóslega sagngerð. Það gildir ekki bara um ritaðar eða sagðar
sögur heldur líka marga balletta og kvikmyndir (Svanavatni! er frásögn, merk-
ingin er tjáð með hreyfingum). Kvikmynd á borð við Gu!fö!urinn hefst á ákveðn-
um tíma og lýkur á öðrum tíma þótt ekki séu upphaf og endir sögunnar sýnd í
þeirri röð. Sagan myndar augljósa heild og er þrungin merkingu, bæði í formi
þess sem sagt er í henni og eins í mynd- og tónmáli (seiðandi tónstef hennar tjáir
ljúfsára kennd).
Dagdraumar hafa merkilegt nokk líka sagngerð. Þeir eru klárlega tímabundin
ferli. Þótt þeir séu stundum losaralegir þá getur tiltekið fyrirbæri vart talist einn,
gefinn dagdraumur nema að mynda eina heild. Þeir eru augljóslega merkingar-
legir, samsettir úr orðum og merkingarbærum innri myndum og táknum. At-
hugið að dagdrauma þarf ekki að segja, þeir eru sögur án sögumanns. Þeir segja
sig sjálfir.
Það er nefnilega mikilvægur munur á sögu og frásögu, segja má sömu söguna
með mismunandi hætti. Sagan er hráefnið, frásagan úrvinnslan.
Til eru fyrirbæri sem hafa frásagnarformgerð. „Frásagnarformgerð“ er enn eitt
af mínum nýyrðum. Tekið skal fram að notkun mín á orðasambandinu „narrative
structure“ er allt önnur en notkun orðasambandsins í frásagnarfræðum. Í þeim
fræðum merkir „narrative structure“ „innri eigindir frásagnar“.19 En ég er að Malla
um fyrirbæri sem hafa sömu formgerð og frásögn. Þannig skilgreini ég þess lags
formgerð:20 X hefur frásagnarformger! ef X hefur (a) sagnger!, (b) X er e!li sínu
samkvæmt eitthva! sem sagt er frá, (c) X hefur mögulegan e!a raunverulegan frásegj-
anda og me!takanda frásögunnar, (d) X inniheldur gerendur e!a persónur af einhverju
tagi.21
Líkt og skilgreiningin á sagngerð tilgreinir þessi skilgreining aðeins nægjanleg
skilyrði fyrir því að X hafi frásagnarformgerð en ekki bæði nauðsynleg og nægj-
anleg skilyrði fyrir því. Stærðfræðileg sannindi fullnægja engum af þessum skil-
yrðum. Aftur á móti fullnægir Gu!fa!irinn öllum skilyrðunum. Eins og áður segir
hefur myndin sú sagngerð. Í ofanálag er inntak hennar frásögulegt. Væri ekki sagt
frá þessu inntaki þá væri myndin ekki til, gagnstætt dagdraumum. Auk þess hefur
myndin raunverulega frásegjendur, þ.e. þá sem gerðu myndina. Og hún hefur í
hæsta máta raunverulega og mögulega meðtakendur. Ekki vantar heldur að hún
innihaldi gerendur eða persónur.
Um alheim, eilífð og tíma, sjá t.d Hawking og Mlodinow .
Hina hefðbundnu skilgreiningu á „narrative structure“ má finna víða, t.d. á heimasíðu Oe Imag-
inative Research Group, http://ierg.net/lessonplans/cognitive_tool.php?tool_id= (sótt . júlí
).
Stefán Snævarr : .
„Persónur“ er í þessu samhengi notað í leikhúsmerkingunni, samanber „persónur og leikendur“.
Hamlet er persóna í þessari leikhúsmerkingu. Annars staðar í textanum er „persóna“ í hversdags-
skilningnum.
Hugur 2013-4.indd 26 23/01/2014 12:57:24