Hugur - 01.01.2013, Blaðsíða 157
Vilji og túlkun
á ástríðubundinni þróun viljans í sögulegum raungervingum hans.15 Rauntúlk-
unin kann að hafa verið hugsuð sem eins konar hegelsk díalektík án þeirrar innri
rökvísi sem leiðir til endanlegrar samþættingar þar sem viljinn kæmi til sjálfs sín
og Guðs. Þessa tegund heimspekiiðkunnar má finna í sumum verka Ricœurs.
Raunar er túlkunarlíkanið sem Ricœur smíðar í Um túlkun, ritger! um Freud og
samanstendur af „fornleifafræði“ og „markhyggju“ öflugt verkfæri til að lýsa og
greina merkingarmyndanir í raunveruleikanum. Þetta líkan fullkomnar rauntúlk-
un viljans, að minnsta kosti röklega séð. Og þetta líkan er smíðað með yfirvegandi
a!fer! sem hefst á útskýringu á forsendum skiljanleika hinnar mannlegu sjálfsveru,
útskýringu sem gerir það mögulegt að rekja hvernig sjálfsveran er staðsett á milli
tveggja póla sem ákvarða merkinguna í lífi hennar, óháð hennar eigin hugsun, það
er að segja af arkhe, uppsprettu merkingar sem er ákvörðuð á undan meðvitund-
inni og kallar hana til sín, og telos, uppsprettu merkingar sem hefur enn ekki verið
ákvörðuð og meðvitundin stefnir til móts við. Sjálfið birtist hér svipt merkingu
eigin tilvistar sem verið er að draga í tvær ólíkar áttir og varpar greiningin þannig
ljósi á þá tvístrun eða upplausn merkingar sem einkennir mannlegt líf.
Ef þetta er rétt mætti segja að hugmyndin um ljóðtúlkun kalli beinlínis á rann-
sóknir Ricœurs í Lifandi líkingu og Tíma og frásögn. Ég á ekki við að þær séu
dæmi um ljóðtúlkunina eins og henni var upphaflega lýst. En þessar rannsóknir
eiga að hjálpa okkur að skilja sköpunarmátt tungumálsins sem er að verki í mann-
legri tilvist og að sýna hvernig það mótar reynslu okkar og hugsun um sögulegan
veruleika okkar. Um leið láta þær okkur í té, til íhugunar, nokkur dæmi um fræði-
legar ógöngur, „aporíur“.16 Í ljósi þessara verka er Ég sjálfur sem annar eins konar
útdráttur úr þeirri innsýn í merkingu sjálfsins sem Ricœur hefur aldrei hætt að
hugsa um frá upphafi ferils síns. Í þeirri bók er stuðst við allar þrjár grund vallar-
aðferðirnar, merkingarfræðilega lýsingu, yfirvegandi greiningu og verufræðilega
eða tilvistarlega nálgun.
Mig langar að skýra kenningu mína um kerfisbundna hugsun Ricœurs með
því að benda á umMöllun hans í lok níundu rannsóknarinnar í bókinni Ég sjálfur
sem annar sem snýst um þrjú grundvallarhugtök er hann notar sem yfirskriftir á
altæka sýn sína á sjálfið eins og það birtist í greiningum hans: móttækileiki, ábyrg!
og vi!urkenning.
Móttækileiki vísar til þeirrar ólíku merkingar sem tileinka má sjálfinu eða ég-inu
á merkingarfræðilegu sviði máls og athafna.
Ábyrg! höfðar til þeirrar merkingar sem má uppgötva með því að yfirvega
myndun sjálfsins í tíma þar sem ég er ekki lengur sá sami og áður.
Vi!urkenning tengist þeirri merkingu sem finna má innra með sjálfinu, svo að
segja, og afhjúpar verufræðulega stöðu þess út frá frá áhrifum þess sem er annað
en það sjálft, holdsins, hins einstaklingsins og raddar samviskunnar.
Þessi þrjú hugtök sem Ricœur notar til að flokka rannsóknir sínar í Ég sjálfur
sem annar kallast á við þrískiptingu sem liggur til grundvallar í verki hans Hinn
Í nokkrum ritgerðum í Histoire et vérité (Ricœur ) er að finna dæmi af þessum lýsingum, sjá
t.d. „Le paradoxe politique“.
Sjá niðurstöðukaflann í Temps et Récit III (Ricœur ).
Hugur 2013-4.indd 157 23/01/2014 12:57:31