Hugur - 01.01.2013, Blaðsíða 33

Hugur - 01.01.2013, Blaðsíða 33
 Arfar Don Kíkóta  þræði sem vilja tvinnast. Sumir gagnrýnendur telja sjálfið og hugveruna eitt og hið sama og bæta við að hugveran hafi enga segni (köllum þá „hugverusinna“). Aðrir gagnrýnendur segja að sagnsjálfsmenn telji ranglega að sjálfið hafi sama umtak og ævi manna og að ævi sé saga. En svo er ekki, segja þessir menn. Sumir þeirra telja líka að sjálfið sé hugvera, þannig tvinnast þræðirnir. Danski fyrirbærafræðingurinn Dan Zahavi er einn snjallasti hugverusinni vorra daga (heyra má bergmál frá Zahavi í áherslu minni á hugveruna). Hann segir að til sé kjarnasjálf sem gefið sé í reynslunni. Reynsla sé fyrstu-persónu-fyrirbæri sem tilheyri hverjum og einum alltaf beint og milliliðalaust. Þetta eðli reynsl- unnar hafi í för með sér nauðsynlega tilvísun til sjálfsins. Sjálfið sé ekki eitthvað sem til er handan reynsluflæðisins, heldur eiginleiki reynslunnar eða hluti þeirrar staðreyndar að reynslan sé gefin. Menn verði að hafa slíkt kjarnasjálf ef þeir eigi að geta sagt sögur um það. Frásögur skapi kannski persónur en ekki sjálf, sagði Zahavi á sínum yngri árum. Þessa kenningu má efla rökum portúgalska taugalíffræðingsins Antonio Da- masio, segir Zahavi.36 Damasio segir að rannsóknir sínar sýni að menn geti glatað hinu útvíkkaða sjálfi sínu en haldið kjarnasjálfinu. Öfugt geti menn ekki glatað kjarnasjálfinu en haldið útvíkkaða sjálfinu.37 Hvað Zahavi varðar virðist hann hafa dregið ögn í land með árunum. Hann viðurkennir nú að kjarnasjálfið geti tæpast verið til eitt og óstutt. Það sé þáttur í útvíkkuðu sjálfi nema hugsanlega í öfgakenndum tilvikum eins og hjá Alzheimer- sjúklingum. Þetta útvíkkaða sjálf kunni að vera að einhverju leyti skapað úr frá- sögum.38 Mér er spurn: Gæti verið til veröld manna sem hefðu ekkert annað en þetta kjarnasjálf? Ég veit hvernig heimur manna með útvíkkað sjálf artar sig, ekki hvernig heimur kjarnasjálfa væri. Væri það heimur (mann)dýra eða vélmenna fremur en manna? Hugtakið um sjálf verður fyrst og fremst að vera hugtak um mannlegt sjálf, ekki möguleg sjálf dýra, vélmenna, nú eða engla. Ég er ekki einu sinni viss um að frjótt sé að tala um kjarnasjálf. Er til dæm- is hægt að greina skarplega milli kjarnasjálfs og útvíkkaðs sjálfs? Í ofanálag er vandséð hvernig kjarnasjálfið geti verið annað en hugvera. Og eins og áður hefur komið fram er hugveran hluti af sjálfinu, ekki sjálfstæð höfuðskepna. Hugveran er hluti af sjálfinu í samleik við grindina og skurðpunktinn. Ekki er víst að hún geti orðið til utan sjálfsins. Á máli Zahavis og Damasios: Það er ekki víst að kjarna- sjálfið geti orðið til öðruvísi en sem hluti útvíkkaðs sjálfs. Kannski hefðu þessir einstaklingar sem Damasio telur hafa kjarnasjálf eitt ekki haft slíkt sjálf nema af því að þeir höfðu upprunalega útvíkkað sjálf. Það sem hann kallar „kjarnasjálf“ kann að vera restin af útvíkkaða sjálfinu, eitthvað sem aldrei gæti skapast sem sjálfstæð höfuðskepna. Með svipuðum hætti er ekki hægt að tala um klofinn heila nema að heilinn hafi áður verið samstæður. Mannskepnan hefði tæpast tórað í  Zahavi . Sjá einnig Zahavi .  Damasio .  Zahavi . Sjá einnig Zahavi . Hugur 2013-4.indd 33 23/01/2014 12:57:24
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.