Hugur - 01.01.2013, Blaðsíða 100
Jean-Luc Nancy
Hvað varðar markaðinn, þá vildi ég bæta því við að ekki nægir að fordæma
hvernig listaverkin eru háð Mármálavaldi kapítalismans þegar sýnt er fram á
hvernig verðlagning listaverka fer úr böndunum – eða hvað valdi því að sjálft gildi
verkanna fari út af sporbrautinni, ef svo mætti að orði komast (út frá notagildi,
siðferðisgildi og einnig merkingarlegu gildi).
Málið snýst hvorki um að afsaka né heldur réttlæta hvað sem er, né heldur að
leiða hjá sér að markaðurinn hafi ekki bara áhrif á viðskipti með listaverkin, heldur
líka á þau sjálf. Við þurfum eingöngu að segja: siðferðisleg fordæming fullnægir
okkur engan veginn. Þetta er heldur engin nýlunda ef litið er til sögu listarinnar –
hún þurfti ekki að bíða eftir okkur til að verða saga listmangaranna. (Það sem er
nýtt er eingöngu aðstæður efnahagslífsins og Mármagnsins. Með öðrum orðum er
hér um pólitískan vanda að ræða í dýpstu, erfiðustu og vandmeðförnustu merk-
ingu þess orðs.) Listin hefur kannski alltaf staðið utan marka!slögmálanna, ótæk
vegna ofgnóttar eða skorts. Við þurfum að hugleiða þennan útafakstur af spor-
brautinni (í gegnum margvíslega miðlun, afvegaleiðslu og blekkingar) í samhengi
við hin erfiðustu veðmál og viðkvæmustu vandamál er fylgja starfinu að hugsa
listina: að hugsa og leggja mat á það sem er ómetanlegt eða utan allra verðlags-
skala. Samkvæmt mælikvarða og á forsendum ummerkjanna.
2.
Í þeirri umræðu sem kenna má við „hreina fagurfræði“ getum við greint tvö svið.
Fyrra sviðið: Það skilningsleysi og sú andúð sem samtímalistin vekur er spurn-
ing um smekk. Í þessu tilfelli er öll umræða til góðs. Ekki í krafti þessa huglæga
frjálslyndis varðandi smekk og liti (sem ekki eru umræ!uefni), heldur vegna þess
að í umræðunni um smekkinn og smekkleysuna (ef ekki er um að ræða almenna
félagslega þvingun eða ofstæki) er hann ekki annað en bæling þess forms sem
leitað er að, þess stíls sem er ósýnilegur meðan hann er í mótun og menn skynja
áður en menn geta greint merkingu hans. Smekkurinn og umræðan um hann er
það sem listin færir okkur, samfara eigin ummerkjum. Hann er tillaga um form,
tillaga um skissu að tímabili eða heimi. Í þessum skilningi myndi ég óska mun
meiri umræðu um smekkinn en raun ber vitni… Að þau átök kæmu aftur upp
í nýrri mynd sem við þekkjum frá Hernani (skáldsögu Victors Hugo um átök
rómantíkur og klassíkur) eða Dada… Ég ætla ekki að leiða þessa umræðu lengra,
en hún hefur eins og menn vita verið mörkuð af Kant. (Nema til að benda á,
að á okkar tímum er ekki hægt að tefla fram „heimi“ sem viðmiði. Ekki er við
listamennina eða listina að sakast um þessa vöntun, eins og sumir gera, heldur við
„heiminn“ eða Marveru hans…)
Annað svið (sem útilokar ekki hið fyrra, en þar sem smekkurinn á ekki við).
Án þess að vera sér þess meðvituð eða vilja vita það taka skilningsleysið og and-
úðin sjálf mið af því, rétt eins og hömlulaus lofsöngurinn, að listin getur ekki
lengur skilið sjálfa sig né fallið undir þær reglur sem henni voru áður eiginlegar.
Trúlega felur sérhvert verkefni sem helgast af hugtakinu „list“ í sér einhverjar
Hugur 2013-4.indd 100 23/01/2014 12:57:28