Hugur - 01.01.2013, Blaðsíða 63
List og l#!ræ!isskipan
Á undanförnum árum og áratugum hefur mikil umræða orðið um stjórnskip-
un undir merki lýðræðis, bæði hér á landi og í nágrannaríkjunum. Eins og við
komum til með að rekja nánar, byggir hún á stundum á því að gagnrýna lýðræðis-
hugtakið og forsendur þess í heimspekilegu tilliti, en stundum á því að reyna að
endurskilgreina forsendurnar til að byggja upp jákvæðar forsendur fyrir lýðræðis-
skipan framtíðar. Stundum rekja menn forsendurnar til kenninga fyrri alda, til
stjórnspekinga eins og Johns Locke og Jean-Jacques Rousseau, en einnig er tals-
vert um að forsendurnar byggi á viðteknum arfsögnum um forsendur lýðræðis þar
sem hugmyndafræðilegar rætur eru ekki endilega fyrir hendi, eins og við víkjum
að síðar.
Atli Harðarson dregur þetta vel fram í grein sinni „Lýðræði“ og heldur því fram
að lýðræðið sé „ofhlaðið hugtak“ sem hafi misst mikið af notagildi sínu, bæði í
heimspekilegri umræðu og á vettvangi stjórnmálanna. Þetta ofhlæði ræðst, að
mati Atla, af því að í hugtakinu felist afar ólík og oft þverstæðukennd sjónarmið
og að þegar menn ræði l#!ræ!i! sé því engin trygging fyrir því að þeir séu yf-
irhöfuð að ræða sama hlutinn; það sé þess vegna erfitt að beita því í gagnrýnni og
greinandi umræðu. Atli greinir merkingu hugtaksins í meginatriðum í tvennt og
rekur jafnframt tvískipta merkingu hugtaksins til stjórnspekinga upplýsingarinn-
ar. Annarsvegar sé félagslegt l#!ræ!i í anda Rousseaus, sem miðist við að tryggja
jafnrétti þegnanna innan ríkisvaldsins; þessi samfélagsáhersla leggi jafnframt á
þegnana skyldur og ábyrgð. Ólíkar þessari bræ!ralagshugmynd séu hugmyndir í
anda Lockes um ríki! sem einungis hefur þann tilgang að veita þegnunum skjól
og gæta réttar þeirra til einkalífs; þar sé einstaklingsfrelsið lykilatriði en áherslan
á virkt jafnræði og samvinnu mun minni.20 Atli leggur til í lok greinar sinnar að
til að byggja upp vitræna umræðu á grundvelli lýðræðis væri betra að þáttagreina
áherslur hugtaksins; þannig mætti ræða þær ólíku hugsjónir sem búa þeim að
baki án þess að eiga við eða reyna að skilgreina hugtakið sjálft: „Við höfum orð
eins og réttarríki, frelsi og mannréttindi til að lýsa áherslum Locke og fylgismanna
hans og við getum notað orðin jöfnu!ur, bræ!ralag og samsta!a til að lýsa hug-
sjónum Rousseau.“21
Þessir þættir sem Atli tiltekur koma einnig við sögu á áhugaverðan hátt í um-
Möllun Vilhjálms Árnasonar um lýðræðið á undanförnum árum. Hann skilgreinir
samfélagið sem við lifum í sem l#!ræ!issamfélag á skýran hátt, en reynir jafnframt
að gera betur grein fyrir virkni þess og a!fer!um við að ná markmiðum sínum,
án tillits til þess hvort þau séu aukið frelsi og mannréttindi eða aukinn jöfn-
uður og samstaða. Í greiningu Vilhjálms eru það ekki markmiðin sem stangast
á, eins og Atli telur, heldur byggir lýðræðið að hans mati á ólíkum aðferðum
við röksemdafærslu; það sem skiptir máli er hvernig rök eru notuð til að réttlæta
lýðræðið sem skilvirkt og skynsamlegt stjórnskipulag. Í því samhengi greinir Vil-
hjálmur annarsvegar verndarrök, sem snúast um að „slá varnagla gegn misbeitingu
valds“,22 og hinsvegar $átttökukröfuna, sem „gengur út á að auka áhrif borgaranna
Atli Harðarson : –.
Sama rit: .
Vilhjálmur Árnason : .
Hugur 2013-4.indd 63 23/01/2014 12:57:26