Hugur - 01.01.2013, Blaðsíða 85
Hver eru vi!horf grunnskólakennara til l#!ræ!is í skólastarfi?
L#!ræ!isleg hugsun nemenda
Með fimm staðhæfingum var leitað svara við því hvort og hvernig lýðræðisleg
hugsun nemenda birtist í vinnubrögðum þeirra og samskiptum að mati kennara.
Þrjár snertu þátttöku í umræðu, ein feimni við að tjá skoðanir og loks ein hlut-
lægni og gagnrýni í vinnubrögðum. Svörin eru mjög afgerandi við fyrstu tveimur
staðhæfingunum, þar sem svarenda segja nemendur sína tjá sig opinskátt í
kennslustundum oft, mjög oft eða alltaf og þátttakenda segja nemendur sína
taka í jafn ríkum mæli virkan þátt í umræðum. Þátttakendur voru hins vegar ekki
eins afgerandi í svörum sínum við staðhæfingum um virðingu fyrir skoðunum
hvers annars en sögðu nemendur oft, mjög oft eða alltaf sýna skoðunum hinna
virðingu og sögðu nemendur oft, mjög oft eða alltaf vera hlutlæga og gagnrýna
í vinnubrögðum. Konur voru líklegri til þess að svara staðhæfingum um lýðræðis-
lega virkni nemenda með afgerandi hætti. Þær völdu frekar að svara mjög oft eða
alltaf en karlarnir voru hins vegar líklegri til að velja valkostinn oft. Af konunum
sögðu nemendur sína vera mjög oft eða alltaf virka í umræðum á móti
karla. Við sömu staðhæfingu völdu karlar hins vegar valkostinn oft í tilvika á
móti kvenna. Svipaða sögu var að segja af staðhæfingunni um hvort nemend-
ur tjái sig opinskátt í kennslustundum. Þar sögðu kvenna að nemendur tjáðu
sig opinskátt mjög oft eða alltaf en karlarnir notuðu þann valkost í tilvika. Að
nemendur virði skoðanir hvers annars töldu kvenna gerast mjög oft eða alltaf
en enginn karl og kvenna og karla telja nemendur mjög oft eða alltaf vera
hlutlæga og gagnrýna í vinnubrögðum.
Kennarar telja að dragi úr lýðræðislegri virkni nemenda með aldrinum. Mest-
ur er munur á staðhæfingu um virkni í umræðum. Aðeins kennara á ung-
lingastigi segja nemendur sína mjög oft eða alltaf taka virkan þátt í umræðum í
saman burði við kennara á miðstigi og kennara á yngsta stigi. Aðeins
kennara á unglingastigi segja nemendur sína mjög oft eða alltaf virða skoðanir
hvers annars í samanburði við kennara á yngsta stigi.
Þegar fylgni var skoðuð milli staðhæfinga um lýðræðislega hugsun nemenda
kom í öllum tilfellum fram marktæk jákvæð fylgni. Fylgnin er einkar sterk milli
þess að telja nemendur vera virka í umræðum og opinskáa og þess að þeir séu
ófeimnir við að tjá sig opinskátt í kennslustundum.
Áhrif kennara á l#!ræ!is$roska nemenda
Tíu staðhæfingar voru lagðar fyrir þátttakendur til að kanna hegðun þeirra, meðal
annars hvort þeir hvettu nemendur til að tjá hug sinn, skiptast á skoðunum,
hlusta á gagnstæð viðhorf og efldu traust nemenda með því að láta þá finna að
hugmyndir þeirra væru virtar. Eins var kannaður hugur þeirra til þess að ræða
umdeild mál, trúmál, stjórnmál og siðferðileg málefni. Þegar spurt er hvort kenn-
arar hvetji nemendur til þess að hlusta á skoðanir hvers annars og hvort kennarar
láti nemendur finna að þeir virði skoðanir þeirra, þá segjast gera það mjög oft
eða alltaf og sögðust alltaf eða mjög oft gefa nemendum sínum tækifæri til að
tjá eigin skoðanir. Hins vegar dregur úr eindrægni svaranna þegar kennarar eru
Hugur 2013-4.indd 85 23/01/2014 12:57:27