Hugur - 01.01.2013, Blaðsíða 25
Arfar Don Kíkóta
sjálfan. En viti hann af sér sem grænu tvíhöfða skrímsli eða veru án tengsla við
aðra þá er sjálfsvitund hans alltént ekki táknrænt dæmi um mannlega sjálfsvitund.
Að fullnægja skilyrðum á bor! vi! (a)–(d) er skóladæmi um slíka sjálfsvitund. Það
þýðir að sjálfsögðu ekki að sérhver sjálfsvitund verði að fullnægja (a)–(d), aðeins
að hún verði að fullnægja skilyrðum af $essu tagi. Skilyrðum sem varða mennsku
manna eins og hún kemur fyrir sjónir í daglegu lífi í samfélagi manna.
Síðari liður svarsins er sá að það eru til nokkuð handfastar sannanir fyrir tilvist
þáttanna. Reynsla mín segir mér að ég hafi hugsanir og upplifanir og þar með
hugverur. Ég geti líka vitað af mér sjálfum og af hugverunni með því að sértaka
frá þeirri vitneskju. Tilvist m-samsemda er tiltölulega auðsannanleg. Menn þurfa
bara að líta í kringum sig til að sjá hvernig fólk er skilgreint út frá samfélags-
stöðu, hjúskaparstöðu o.s.frv. Hið sama gildir um persónur, við getum hæglega
greint milli kornabarna sem ekki eru eiginlegar persónur og fullmótaðra persóna.
Fólk sem er komið algerlega út úr heiminum getur tæpast talist persónur. Hvað
grindina varðar þá ætti ekki að vera ýkja erfitt að sértaka hana frá hinum ýmsu
persónum.
Ekki má skilja orð mín svo að ég gefi mér að fyrirbæri séu þá og því aðeins
raunveruleg að sannreyna megi tilvist þeirra. Ég útiloka ekki að sjálfið hafi víddir
sem dauðlegum mönnum sé ekki gefið að skilja eða víddir sem munu verða þeim
skiljanlegar með tíð og tíma. En best er að byrja á því sem sannreyna má og
ofreyna sig ekki á pælingum í því sem okkur er vart gefið að skilja.
Sagnsjálfi!
Ég mun nú freista þess að sanna að þrenningin, þ.e. sjálfsgrindin, skurðpunktur
m-samsemda og hugveru-vitundin, hafi það sem ég kalla „sagngerð“ og „frásagna-
formgerð“. Sé svo þá er sjálfið sagnkynja.
„Sagngerð“ kalla ég á ensku „storied structure“.16 Sagngerð mætti skilgreina á
eftirfarandi hátt: X hefur sagnger! ef a) tilvist X er nau!synlega tímabundi! ferli sem
hafi byrjun, millikafla og endi; b) $etta ferli myndi eina heild; og c) ferli! sé merkingar-
legt, t.d. gert úr or!um og hugtökum. Þáttur (c) er viðbót við upprunalega skilgrein-
ingu mína.17 Nú er heldur ekki lengur talað um nauðsynleg og nægjanleg skilyrði,
bara um nægjanleg skilyrði.
Hvað um það, atriði (a) er nefnt til sögunnar af þeirri einföldu ástæðu að saga
er eitthvað sem gerist í tíma. Stærðfræðileg sannindi eru ekki á neinn hátt bundin
á tímaásinn, þau geta tæpast staðið undir nafni nema vera sannindi eilíflega (er
sannleikurinn ekki á einhvern hátt eilífur?). Tímabundin ferli eru yfirleitt með
þeim hætti að þau heMast í tíma og enda í tíma, það sem er milli upphafs og
endis hlýtur að kallast „millikafli“. Ekki eru til neinar sannanir fyrir því að til séu
tímabundin ferli sem hafa hvorki upphaf né endi. Alheimurinn gæti verið hluti
Bæði enska orðasambandið og íslenska orðið eru sköpunarverk mín.
Stefán Snævarr : .
Hugur 2013-4.indd 25 23/01/2014 12:57:24