Hugur - 01.01.2013, Blaðsíða 111
Vegsummerki listarinnar
Kristi látnum í málverki Mantegna, og í iljunum sem þar vísa beint að augum
okkar.17 Við gætum líka haft í huga að orðið ásjóna [face] á rætur sínar í orði sem
felur í sér merkinguna að setja eða leggja fram án þess að vísa til einhvers. Í okkar
tilfelli er vísunin í ekkert nema jörðina, jarðveginn sem ber, en er ekki lengur
undirstaða eða skiljanlegt frumlag, heldur eingöngu rými, svið og umferðarstaður.
Með ilinni erum við komin á hið lárétta svið, hið slétta à plat, víðáttu sléttunnar
án tengsla við hina lóðréttu spennu.
Umferðin felur í sér annan þáttinn: Slóðin vitnar um umgang, um för, um dans
eða stökk, um framvindu, hliðarspor, kollvörp, komu og för, umferð. Þetta eru
ekki rústir, sem eru leifar hjólfara einhverrar návistar, heldur er um beina snert-
ingu við jörðina að ræða.
Vestigio eru leifarnar eftir umgang [pas].18 Ekki er um mynd hans að ræða, því
þessi sami umgangur er ekki annað en slóð hans. Um leið og hann gerist er hann
liðinn hjá. Eða öllu heldur hefur hann aldrei „gerst“ sem umgangur til þess að vera
síðan lagður til hliðar. Slóðin er, ef svo mætti segja, sín eigin snerting og virkni,
án þess að vera verk sitt. Eða svo við notumst við ofangreind hugtök, þá er slóðin
óendanleg fullvinnsla (eða ófullvinnsla) en ekki hin endanlega fullkomnun. Það
er engin nærvera í umganginum: umgangurinn er einungis kominn í ljós. Það er
ekki hægt að halda því fram að umgangurinn eigi sér beinlínis sta!. Hins vegar
getum við sagt í sárabót að sta!ur í sterkustu merkingu þess orðs sé alltaf slóð um-
ferðar. Umgangurinn, sem er sín eigin slóð, er ekki eitthvað ósýnilegt – hann er
hvorki Guð né umgangur Guðs – og heldur ekki hið hreyfingarlausa yfirborð hins
sýnilega. Umgangurinn ljær sýnileika ósýnileikans hrynjandi, eða hefur endaskipti
á honum ef svo mætti segja. Þessi hrynjandi felur í sér framvindu og rof, línu og
línubil, setningarbrot og stam. Hann felur því í sér fígúru, en þessi fígúra19 er ekki
mynd eins og við höfum skilið það orð hér. Umgangur fígúrunnar, eða slóðin, er
farvegur hennar, rúmfang [espacement] hennar.
Við þurfum þess vegna að neita okkur um að nefna eða skilgreina veru slóðar-
innar. Vegsummerkin eru ekki kjarni – og kannski er það einmitt þetta sem gæti
leitt okkur á slóð „kjarna listarinnar“. Það sem opnast okkur er sú staðreynd að
listin sé í raun og veru sín eigin slóð. Hún er ekki útþynnt framsetning Hug-
myndarinnar, og heldur ekki framsetning útvatnaðrar Hugmyndar. Hún sýnir
nokkuð sem er ekki „Hugmynd“, hún sýnir hreyfingu, komu, umgang, brottfall
sérhverrar birtingar nærverunnar. Þannig gerist það í Inferno Dantes að enn einn
skipsskaðinn eða enn ein grjótskriðan eru hinum fordæmdu merki – sem þeir fá
ekki að sjá – um ósýnilegan umgang lifandi sálar.20
Við getum reyndar líka borið þetta saman við Kennslustund dr. J. Deyman í lí0ærafræ!i eftir Rem-
brandt.
Þegar minnst er á umgang eða skref felur það í sér virðingarvott við Blanchot og Derrida.
Um vandamál fígúrunnar, sjá Philippe Lacoue-Labarthe og Jean-Luc Nancy, „Scène“, Nouvelle
Revue de Psychanalyse, haust .
Dante, Inferno, XII, og XIII, .
Hugur 2013-4.indd 111 23/01/2014 12:57:28