Hugur - 01.01.2013, Blaðsíða 110
Jean-Luc Nancy
beint út frá Hegel – er að listin sé reykur án elds, slóð án guðs, en ekki fram-
setning Hugmyndarinnar. Endalok listarinnar sem ímyndar [fin de l ’art-image],
fæðing listarinnar sem vestigium eða slóð. Nema við áttum okkur á þeirri stað-
reynd að listin hafi alltaf verið vestigium (og hafi alltaf verið undanskilin hinni
trúfræðilegu-verufræðilegu hefð). En hvernig getum við skilið þetta?
9.
Í listinni þurfum við því að greina á milli myndar og slóðar – jafnt í hverju ein-
stöku listaverki og kannski í þeim öllum. Við þyrftum að greina á milli þess sem
virkar eða þess sem kallar á skilgreiningu forskriftarinnar eða frumorsakarinnar,
líka þeirrar neikvæðu, og þess sem setur fram eða sýnir einungis hlutinn, eitthva!,
og þannig séð hva! sem er, en ekki með hvaða hætti sem er, ekki sem (í)mynd
Tómsins, og heldur ekki sem hreint niðurrifsstarf. Eitthvað í formi eða mynd
slóðar og ummerkja.
Þegar við reynum að greina ætluð markmið þessa einstaka hugtaks (vestigium)
sem birtist eins og framandi aðskotahlutur sem erfitt er að henda reiður á, mitt á
milli nærveru og Marveru, á milli alls og einskis, á milli myndar og Hugmyndar,
þurfum við að sneiða hjá þessari díalektísku tvennu til þess að ná til vestigium. Við
þurfum fyrst og fremst að hafa í huga að fyrir guðfræðingunum er vestigium Dei
hið skynjanlega, sjálfur skynjanleiki þess að vera skapaður. Maðurinn er ímynd
(imago) sem viti borinn en sló!in (vestigium) er skynjanleg. Þetta felur í sér að hið
skynjanlega er sá þáttur eða sá háttur sem myndin notar til að eyða sér og láta
sig hverfa. Þannig glatast Hugmyndin – en skilur eftir för sín, kannski, en ekki
eins og spor forms síns: eins og hið troðna, spor hennar eigin fráhvarfs. Ekki
form sjálfshermu hennar, og heldur ekki hið almenna form sem eigin-eftirmynd,
heldur það sem eftir situr þegar Hugmyndin hefur ekki átt sér stað.
Þar sem við höldum okkur á mörkum hins veru- og trúfræðilega þegar við
göngum út frá Hegel til þess að fara fram úr honum, á slóð sem er honum fram-
andi, þá förum við að ytri mörkum endanleika listarinnar, í þeim tilgangi að binda
enda á þessi endalok með öðrum atburði. Þá megum við ekki skoða hlutina með
gleraugum tvennunnar skynjandi sýning og tjáð hugmynd. Við þurfum að horf-
ast í augu við vandann með eftirfarandi hætti: formið-hugmyndin dregur sig í
hlé og slóðarform þessa brotthvarfs er það sem hinn platonski orðaforði okkar
kallar „skynjanlegt“. „Fagurfræðin“ sem rannsóknarvettvangur og hugsun um hið
skynjanlega Mallar ekki um annað. Farið er ekki hið skynjanlega far hins óskynj-
anlega: það er merki eða far hins skynjanlega sem sín eigin skynjun/merking
[sens]. Guðleysið sjálft (og kannski hafði Hegel þegar áttað sig á því).
Hvað getur þetta merkt? Reynum að ganga lengra í leit okkar að vestigium.
Þetta hugtak merkir il fótarins og far hennar eða spor. Við getum dregið fram
tvö einkenni þess sem eru ekki beinlínis tengd myndinni. Í fyrsta lagi er fóturinn
andstæða andlitsins, ilin er faldasta ásjóna eða yfirborð líkamans. Við gætum leitt
hugann að framsetningunni í Summa atheologica (Guðleysingja-grallaranum), í
Hugur 2013-4.indd 110 23/01/2014 12:57:28