Hugur - 01.01.2013, Blaðsíða 73
List og l#!ræ!isskipan
stjórar og að lokum ríkisstjórn og konungur. Þetta er stigveldi þar sem umræða
um ólíka þætti og gildi mismunandi þátta hins aristótelíska valds er ekki tekin
til umMöllunar; í staðinn er byggt á hefðum skipanar sem kemur á undan og er
stærri en hið smáa og ófullburða lýðveldi. Í þessari skipan, sem stjórnarskráin
birtir okkur, er fyrirfram búið að ákvarða þá blöndu auðveldis, lýðræðis og aðals-
veldis (eða fagmennsku) sem lýðurinn býr við. Þegar hún er flutt, framandi og
stofnanaleg, verður hún á sama tíma upphafin og trúarleg, eins og hæfir þessari
ríku hefð, og Marlæg og fáránleg. Flutningurinn verður sérkennilega einhæfur,
enda þurr lagatextinn ekki gerður fyrir fólkið sem á að fylgja honum. Hann verður
því áberandi möntrukenndur í endurtekt sinni og karnivalískri klifun á grunn-
hugsun þess lýðræðis sem lýðnum er skipaður, en hefur ekki skipað sér sjálfur.
Hér er komin forskrift að stjórnskipan sem án efa er hægt að fylgja af skynsemi,
sér í lagi ef menn eru færir í að ræða lagakróka. Skynsemishugsun fortíðarinnar á
sér hér greinilegan vettvang. Hér, í þessum flutningi, er hins vegar ekki rúm fyrir
lýðræðishugsunina, sem þarf að vera gagnrýnin, endurskoðandi og bjóða upp á
margbreytileika og margræðni.
Lýðræðið er viðfangsefni sem margir trúa að geti orðið að einhverskonar veru-
leika sem grundvöllur skipanar mannlegs samfélags. Það er hugmynd sem er á
margan hátt þverstæðukennd og þar sem þættir ólíkra viðhorfa bindast saman,
bæði sögulega og sem táknmyndir vilja fólks sem er jafnsundrað og það er sam-
einað. Eins og dæmin sýna hafa heimspekingar á undanförnum árum reynt að
finna nýja fleti til að bjarga þessari hugsun, sem stöðugt virðist ógnað í heim-
inum; margir hafa reynt að finna meðalhóf mismunandi þátta þannig að til gæti
orðið skipan þar sem mannverur geta dafnað og þroskast saman án veigamikilla
átaka. Við höfum hér rakið nokkuð af þeirri hugsun sem heimspekin býður upp
á til að skilja vandann og leita leiða til framtíðar. Jafnframt höfum við skoðað
viðbrögð valinna listamanna þar sem þeir gera tilraun til að takast á við lýðræðið
og lýðræðishugsun á virkan hátt, tilraun til að birta úrlausnarefnin og samfélags-
gerðina, fremur en að ræ!a hana. Báðir meiðar, sá heimspekilegi og sá listræni,
mega sín trúlega lítils í umróti veruleikans sem blasir við, en gætu jafnframt verið
mikilvægir í sameiningu til að skapa nýja hugsun og nýjan hug fyrir sameiginlega
skipan mála, á Íslandi og annars staðar í heiminum.35
Heimildir
Aquinas, Saint Oomas. . Commentary on Aristotle’s Politics. Þýð. Richard J. Regan.
Indianapolis: Hackett Publishing Company.
Aristotle. . Politics. Þýð. H. Rackham. London: William Heinemann Ltd.
Aristotle. . Politics. Þýð. C. D. C. Reeve. Indianapolis: Hackett Publishing Comp-
any.
Aristotle. . Eudemian Ethics. Þýð. Michael Woods. Oxford: Clarendon Press.
Aristóteles. . Si!fræ!i Níkomakkosar. Þýð. Svavar Hrafn Svavarsson. Reykjavík:
Hið íslenska bókmenntafélag.
Ég þakka Jóhannesi Dagssyni og nafnlausum ritrýnum Hugar fyrir góðar og gagnlegar ábend-
ingar.
Hugur 2013-4.indd 73 23/01/2014 12:57:26