Hugur - 01.01.2013, Blaðsíða 44

Hugur - 01.01.2013, Blaðsíða 44
 Geir Sigur!sson best þegar þær haga lífi sínu í samræmi við sérstaka hæfileika sína og getu. Þegar þær ætla sér um of fer hins vegar illa fyrir þeim. Engispretta sem reynir að stöðva hestvagn með líkamsafli sínu kremst undir honum og fiskur á þurru landi verður tæplega langlífur.13 Náttúrulegt gangvirkið fylgir vissu ferli sem lífverur – en allar eru þær hlutar gangvirkisins – þurfa að finna samstillingu með og aðlagast í ljósi eigin líkamlegrar og andlegrar gerðar. Daoistar segja frá ýmsum dularfullum vitringum sem hafa yfirunnið mann- legar takmarkanir og svífa á skýjum, líða með rennsli straumþungra fljóta, stinga sér í djúpa fossa og síðast en ekki síst hafa unnið bug á dauðleika sínum.14 Þótt daoísk alþýðutrú hafi hneigst til að leggja bókstaflegan skilning í hugmyndina um ódauðleikann má einnig túlka hann sem vitund um ævarandi tilvist sína í óþrjót- andi breytingaferli alheimsins. Slík tilvist felur að sjálfsögðu í sér að einstaklingur með sjáfsvitund sinni leysist upp við þá umbreytingu sem almennt kallast dauði. En það að gera sér grein fyrir því að við deilum einfaldlega þeim óhjákvæmilegu örlögum með öllum öðrum þátttakendum í veraldarferlinu að hætta að vera til sem nafngreinanleg fyrirbæri virðist knýja okkur til að nálgast hann með öðrum og æðrulausari hætti. Þegar Zhuangzi 莊子, daoískur meistari frá Mórðu öld f.Kr., lá á banabeðinu fóru lærisveinar hans fram á að mega grafa hann með viðhöfn. En Zhuangzi krafðist þess að vera skilinn eftir hvar sem hann gæfi endanlega upp öndina. „En meistari“, sögðu lærisveinarnir, „við óttumst að krákurnar og haukarnir muni éta þig“. „Ofan jarðar“, svaraði þá Zhuangzi, „verð ég étinn af krákum og haukum. Ofan í jörðinni verð ég étinn af maurum og moldvörpum. Þið viljið taka frá ein- um til að gefa öðrum. Hvers vegna er ykkur svona mikið betur við þá?“15 Líf og dauði eru mannlegar skilgreiningar á tilteknum þáttaskilum í stöðugri umbreytingu alheimsins en dao 道 vísar til ferlisins sem markar sjálfa umbreyt- inguna.16 Þegar eiginkona Zhuangzi kvaddi þennan heim á undan honum kom vinur hans Huizi 惠子 til hans að votta honum samúð sína en hneykslaðist þegar hann kom að ekkjumanninum þar sem hann sat útglenntur á jörðinni, trommaði á skaftpott og söng hástöfum. „Eftir að hafa deilt lífi þínu með manneskju“, sagði Huizi, „sem hefur alið upp börnin þín og elst þér við hlið er ekki nóg með að þú skulir neita að syrgja hana, heldur ertu líka svo blygðunarlaus að berja trommu og syngja!“„Öðru nær“, svaraði Zhuangzi. „Þegar hún var nýlátin fann ég auðvitað til söknuðar. En þá tók ég að rýna í upphaf hennar“, segir hann og útskýrir síðan hvernig honum varð ljóst að mannleg tilvist hennar hefði einungis verið tiltekið skeið ummyndunarferlis úr alltumlykjandi lífs- og frumorku veraldarinnar, qi 氣, í ákveðna lögun, í mannslíf og loks í það sem við nefnum dauða. Með þessum hinstu umbreytingum mannslífsins sameinast kona hans sviptingum árstíðanna Mögurra í ferli veraldar. Þegar hann gerði sér grein fyrir því láni sem hann hafði átt að fagna að geta eytt mannlegri tilvist sinni með henni sá hann ekki lengur  Zhuangzi .– og .–; Mair :  og . Hér og í framhaldinu er einnig vísað til prýði- legrar enskrar þýðingar Mair.  Sjá t.d. Zhuangzi .–; Mair : .  Zhuangzi .–; Mair : .  Sjá Ragnar Baldursson :  o. áfr. Hugur 2013-4.indd 44 23/01/2014 12:57:25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.