Hugur - 01.01.2013, Blaðsíða 76
Ingimar Ólafsson Waage, Kristján Kristjánsson og Amalía Björnsdóttir
ríkis bankanna: Þjóðin átti að verða „frjálsasta þjóð í heimi“ en hið boðaða frelsi
fólst fremur í afskiptaleysi því raunverulegt frelsi er fólgið í „siðferðilegri ábyrgð,
skynsemi og þroska“.1 Gagnrýni á skort á siðferðilegri ábyrgð stjórnmálanna felur
einnig í sér gagnrýni á siðferðilega ábyrgð þjóðarinnar almennt – því vart verður
stjórnmálalífið á Íslandi tekið út fyrir sviga.
Skömmu fyrir hrunið voru ný lög um leik-, grunn- og framhaldsskóla sam-
þykkt, eða í júní . Í kjölfar hrunsins urðu stjórnarskipti og nýr mennta-
málaráðherra tók við embætti og leiddi vinnu við nýjar aðalnámskrár fyrir öll
skólastigin. Almennum námsmarkmiðum var skipt í sex grunnþætti sem voru
skilgreindir sem nauðsynleg hæfni borgara í nútímasamfélagi.2 Þeir fléttast saman
við hefðbundnar námsgreinar og ríma vel við áherslur Evrópuráðsins sem hefur
unnið að skilgreiningu hæfnimarkmiða í skólastarfi.3 Þessi hæfni tekur til allra
sviða lífsins og verður ekki kennd sérstaklega með nýjum námsgreinum. Fyr-
ir vikið þarf að endurskoða skólanámskrár því að sjálf framkvæmdin verður í
kennslustofunum, innan vébanda hefðbundinna námsgreina. Einn grunnþátt-
anna er l#!ræ!i og mannréttindi en lengi hefur verið kveðið á um í grunnskólalög-
unum að skólar skuli undirbúa nemendur undir líf og starf í lýðræðissamfélagi.4
Í Aðalnámskrá grunnskóla er þessi grunnþáttur settur fram í Mórum liðum sem
lýðræðisáhersla á vettvangi samfélagsins, á vettvangi skólans og starfshátta hans,
á vettvangi námsgreina, sem námsaðferð og loks sem gagnkvæm samskipti skóla
og samfélags.5 Enn fremur er tiltekið að „nemendur skulu læra um lýðræði, með
lýðræði, í lýðræði“.6
Endurskoðun menntastefnu er langhlaup og oft þykir miða hægt í því ferli. Þær
djarflegu hugmyndir sem birtast í sex grunnþáttum menntunar eru líklega stærsta
einstaka skrefið sem stigið hefur verið á síðari tímum í að umbylta menntastefnu
þjóðarinnar. Þar er seilst langt því jafnframt hinum almennu námsmarkmiðum
sem birtast í námsgreinaköflum aðalnámskráa er horft til eflingar þeirra siðferði-
legu markmiða sem grunnþættirnir endurspegla og rista mun dýpra í menntun
einstaklinganna en hefðbundnar námsgreinar.7 Því er við hæfi að spyrja hvort slík
siðferðileg og menntunarleg umbreyting geti verið möguleg meðal þjóðar innar.
Geta valdhafar og hinar ýmsu raddir sem tjáðu sig um vanda samfélagsins lagt
inn pöntun hjá menntakerfinu um að berja í siðferðisbresti þjóðarinnar og sett
gagnrýna hugsun í öndvegi? Ekki verður reynt að svara þeirri grundvallarspurn-
ingu um samband siðferðis og menntakerfis í þessari grein. Hitt er ljóst að núna
er horft til kennaranna; þeir móta skólanámskrár og sé tekið mið af hugmyndum
bandaríska heimspekingsins og menntafrömuðarins Johns Dewey hafa þeir hlut-
verki að gegna við miðlun siðferðilegra gilda innan veggja skólanna til nemenda
Vilhjálmur Árnason, Salvör Nordal og Kristín Ástgeirsdóttir .
Aðalnámskrá grunnskóla .
Audigier ; Brett, Mompoint-Gaillard og Salema .
Lög um grunnskóla, nr. /, nr. /, nr. /, nr. /.
Aðalnámskrá grunnskóla .
Sama rit: .
Sama rit.
Hugur 2013-4.indd 76 23/01/2014 12:57:27