Hugur - 01.01.2013, Blaðsíða 27
Arfar Don Kíkóta
Þriðja hugtakið kallast á ensku „narrativicity“ sem kalla mætti „segni“ á íslensku.
Frásaga hefur mikið magn af segni, stærðfræðiformúla lítið eða ekkert segnimagn.
Fyrirbæri sem hafa sagngerð eru gædd mikilli segni, hafi þau frásögu-formgerð í
ofanálag eykst segnis-magnið fyrir vikið.
Grindin, m-samsemdirnar og skurðpunktar þeirra hafa sagngerð að svo miklu
leyti sem þær eru merkingarleg ferli. Þessi ferli hafa sömu formgerð og saga, þau
heMast á ákveðnum tímapunkti, ná hátindi og þeim lýkur. Persónan og grind
hennar eru hluti af æviferli sem hefur hafist á tilteknu augnabliki og lýkur fyrr eða
síðar, nema náttúrulögmálin breytist allt í einu og menn verði eilífir.
Að hafa m-samsemd á borð við „kona Guðmundar“ eða „forstjóri X“ er ástand
sem hlýtur að hafa hafist á ákveðnum tímapunkti og ljúka fyrr eða síðar. Það
að m-samsemdir mætast í skurðpunktum er augljóslega tímabundið ferli. Kona
Guðmundar gæti skilið við hann og/eða misst forstjórastarfið. Hún gæti haldið
starfinu og gifst Jóni, þá skarast m-samsemd hennar sem forstjóra við nýja m-
samsemd, „kona Jóns“.
Auk þess eru grindin, m-samsemdirnar og skurðpunktarnir gegnsýrðir merk-
ingu. m-samsemdir eru spunnar af toga merkingar. Það er í krafti hugtaka, orða
og tákna sem fyrirbæri eins og „eiginmaður“, „forstjóri“ eða „dóni“ verða til. Takið
hugtök, orð og tákn burt og þessi fyrirbæri hverfa og þar með m-samsemdir.
Persónan og þar af leiðandi grind hennar verða ekki greind skarplega frá sálar-
lífi og sálarlíf er gegndreypa af merkingu. Það er gegnsýrt af hugsunum, orðum
og draumum, belgfullum af táknum.
Persónan verður heldur ekki greind skarplega frá raunverulegri eða mögulegri
breytni. Maðurinn er sumpart það sem gerir eða vildi gera. Jean-Paul Sartre sagði
sællar minningar „L’homme est ce qu’il se fait“ („Maðurinn er það sem hann gerir
úr sér“).22 Svo langt vil ég ekki ganga en læt mér nægja að segja að maðurinn sé
sumpart það sem hann gerir, gæti gert eða vildi gera. Biggi blauti fær m-samsemd-
ina fyllibytta m.a. vegna þess sem hann gerir eða hefur tilhneigingu til að gera.
A er þá og því aðeins athöfn að hún sé merkingarbær. Slái ég með hamri á
hnéskel mína þá sparkar fóturinn en það er viðbragð, ekki athöfn. Sparki ég í
mann meðvitað þá er sparkið athöfn, sú athöfn að ætla sér að meiða manninn. Án
merkingar er athöfnin ekkert, A er aðeins athöfn í gefinni lýsingu, t.d. lýsingunni
„spark til þess að valda skaða“.23
Hvernig er hægt að sannreyna tilvist tiltekinnar persónu (og þar með grindar-
innar) nema með því að hyggja að orðum, athöfnum og hugsunum tiltekins ein-
staklings? Við vitum hvað orð, athafnir, tilfinningar og hugsanir eru en varla hvað
hreinræktuð sál eða persóna, ómenguð af þessu þrennu, kunni að vera. Vissulega
verður eitthvað að hugsa eða hafa tilfinningar eða beita orðum. Hugsanir án hugs-
uðar eru ekki til, tilfinning án þess sem hana finnur er ekki möguleg, athöfn án
gerenda ekki heldur. Við köllum hugsuðinn, gerandann, tilfinningaveruna o.s.frv.
„hugveruna“, „sjálfið“, „sálina“ eða „persónuna“.24 En vandséð er að hugveran,
Sartre : .
Hér má heyra bergmál frá heimspekingum á borð við Georg Henrik von Wright ().
Hér er „persóna“ notað í merkingunni „einstaklingur“ eða „vera sem er persóna“.
Hugur 2013-4.indd 27 23/01/2014 12:57:24