Hugur - 01.01.2013, Blaðsíða 42
Geir Sigur!sson
verður Mallað um lífsspeki daoista til forna og viðhorf þeirra til stöðu manneskj-
unnar í veraldarferlinu. Ég held því fram að hugmyndir daoista um líf og merk-
ingu manneskjunnar séu prýðilegt dæmi um það hvernig megi fallast í megin-
dráttum á guðlausa og vísindalega heimsmynd samtímans án þess að sogast inn í
lamandi merkingarleysu tilvistarlegrar tómhyggju. Þannig verka lífsviðhorf dao-
ista sem sannfærandi hvatning mannsins til athafna, sköpunar og virks lífsmáta
án þess að grípa þurfi til einhvers konar frumspekilegs merkingarramma. Raunar
tel ég að Dawkins sé á margan hátt á réttri leið í viðleitni sinni til að finna merk-
ingu í virkri vísindaástundun en veikleikinn í málflutningi hans er þröng áherslan
á sannleikshugtakið sem er býsna holur endurómur frumspeki fyrri alda. Með
skapandi túlkunarheimspeki sinni getur daoisminn á hinn bóginn rennt styrkari
stoðum undir verkefni Dawkins og annarra sem leitast við að losa heiminn undan
áhrifum kristinnar trúar án þess að falla í gryMu tómhyggjunnar og mun ég víkja
að þessu undir lokin.
2. Líf og dau!i
Í kínverskum annálum er sagt frá því að á þriðju öld hafi sést til spjátrungs-
legs herramanns þar sem hann ók um stræti Luoyang, þáverandi höfuðborgar
Kínaveldis, í litlum vagni sem dreginn var af tveimur hjartardýrum. Tveir þjónar
eltu vagninn á hlaupum og hélt annar þeirra á vínpela og bikar en hinn bar skóflu.
Tilgangur pelans og bikarsins þótti augljós en skóflan vakti talsverða undrun.
Þegar þjónninn sem skófluna bar var spurður til hvers hún væri svaraði hann því
til að meistarinn hefði gefið skýra fyrirskipun um að þegar hann hrykki upp af
ætti þjónninn að greftra hann á staðnum.
Þessi maður hét Liu Ling 劉伶 og tilheyrði daoískum félagsskap sem kall-
aðist vitringarnir sjö í bambusskóginum (zhulin qixian 竹林七賢). Gjörningur Liu
Ling fól í sér þá gagnrýni á áherslu fylgismanna Konfúsíusar á helgiathafnir og
siði sem tengdust andláti og öllum öðrum markverðum stigum lífsins að þau
væru litlu meira en kjánaleg upphafning á merkingarlausum náttúrlegum ferlum.
Eins og góðum daoista sæmir mætti hann heldur atburðunum jafnóðum og naut
tímabundinnar þátttöku sinnar í óstöðvandi rás tilverunnar, að því er virðist helst
eilítið við skál.6
Í aldanna rás hafa daoistar verið nokkurs konar hvíslarar að sviðsbaki meðvit-
aðrar konfúsíanískrar siðavendni í kínversku samfélagi, hvíslarar sem hafa reynt,
með misjöfnum árangri, að minna leikarana á að þegar allt kemur til alls séu þeir
einungis að leika og þurfi því ekki að taka hlutverk sín of hátíðlega. Í stöðugu
flæði heims og verðandi er hin einstaka mannvera ekkert meira en tiltekin tegund
lífs sem verður til, hrærist tímabundið ofan moldar og hverfur svo aftur til upp-
runa síns í stórstreymi og endalausum umbreytingum veraldarinnar.
Fylgismenn Konfúsíusar forðuðust að mestu að velta vöngum yfir veraldarskipu-
laginu í víðara samhengi, að minnsta kosti þar til skæð samkeppnin frá jafnt dao-
Morton og Lewis : .
Hugur 2013-4.indd 42 23/01/2014 12:57:25