Hugur - 01.01.2013, Qupperneq 42

Hugur - 01.01.2013, Qupperneq 42
 Geir Sigur!sson verður Mallað um lífsspeki daoista til forna og viðhorf þeirra til stöðu manneskj- unnar í veraldarferlinu. Ég held því fram að hugmyndir daoista um líf og merk- ingu manneskjunnar séu prýðilegt dæmi um það hvernig megi fallast í megin- dráttum á guðlausa og vísindalega heimsmynd samtímans án þess að sogast inn í lamandi merkingarleysu tilvistarlegrar tómhyggju. Þannig verka lífsviðhorf dao- ista sem sannfærandi hvatning mannsins til athafna, sköpunar og virks lífsmáta án þess að grípa þurfi til einhvers konar frumspekilegs merkingarramma. Raunar tel ég að Dawkins sé á margan hátt á réttri leið í viðleitni sinni til að finna merk- ingu í virkri vísindaástundun en veikleikinn í málflutningi hans er þröng áherslan á sannleikshugtakið sem er býsna holur endurómur frumspeki fyrri alda. Með skapandi túlkunarheimspeki sinni getur daoisminn á hinn bóginn rennt styrkari stoðum undir verkefni Dawkins og annarra sem leitast við að losa heiminn undan áhrifum kristinnar trúar án þess að falla í gryMu tómhyggjunnar og mun ég víkja að þessu undir lokin. 2. Líf og dau!i Í kínverskum annálum er sagt frá því að á þriðju öld hafi sést til spjátrungs- legs herramanns þar sem hann ók um stræti Luoyang, þáverandi höfuðborgar Kínaveldis, í litlum vagni sem dreginn var af tveimur hjartardýrum. Tveir þjónar eltu vagninn á hlaupum og hélt annar þeirra á vínpela og bikar en hinn bar skóflu. Tilgangur pelans og bikarsins þótti augljós en skóflan vakti talsverða undrun. Þegar þjónninn sem skófluna bar var spurður til hvers hún væri svaraði hann því til að meistarinn hefði gefið skýra fyrirskipun um að þegar hann hrykki upp af ætti þjónninn að greftra hann á staðnum. Þessi maður hét Liu Ling 劉伶 og tilheyrði daoískum félagsskap sem kall- aðist vitringarnir sjö í bambusskóginum (zhulin qixian 竹林七賢). Gjörningur Liu Ling fól í sér þá gagnrýni á áherslu fylgismanna Konfúsíusar á helgiathafnir og siði sem tengdust andláti og öllum öðrum markverðum stigum lífsins að þau væru litlu meira en kjánaleg upphafning á merkingarlausum náttúrlegum ferlum. Eins og góðum daoista sæmir mætti hann heldur atburðunum jafnóðum og naut tímabundinnar þátttöku sinnar í óstöðvandi rás tilverunnar, að því er virðist helst eilítið við skál.6 Í aldanna rás hafa daoistar verið nokkurs konar hvíslarar að sviðsbaki meðvit- aðrar konfúsíanískrar siðavendni í kínversku samfélagi, hvíslarar sem hafa reynt, með misjöfnum árangri, að minna leikarana á að þegar allt kemur til alls séu þeir einungis að leika og þurfi því ekki að taka hlutverk sín of hátíðlega. Í stöðugu flæði heims og verðandi er hin einstaka mannvera ekkert meira en tiltekin tegund lífs sem verður til, hrærist tímabundið ofan moldar og hverfur svo aftur til upp- runa síns í stórstreymi og endalausum umbreytingum veraldarinnar. Fylgismenn Konfúsíusar forðuðust að mestu að velta vöngum yfir veraldarskipu- laginu í víðara samhengi, að minnsta kosti þar til skæð samkeppnin frá jafnt dao-  Morton og Lewis : . Hugur 2013-4.indd 42 23/01/2014 12:57:25
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164

x

Hugur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.