Hugur - 01.01.2013, Blaðsíða 120
H | . , | . –
Helmuth Plessner
Brosi!
Inngangur $#!anda
Helmuth Plessner (–) var þýskur heimspekingur og félagsfræð-
ingur og er þekktastur fyrir verk sín á sviði heimspekilegrar mannfræði (þ.
philosophische Anthropologie). Hugsun hans sprettur úr jarðvegi þeirra hug-
mynda sem voru á sveimi í Þýskalandi á fyrri hluta tuttugustu aldar á mótum
lífheimspeki, fyrirbærafræði, náttúruvísinda og félagsvísinda. Plessner átti
þátt í því, ásamt heimspekingunum Max Scheler og Arnold Gehlen, að festa
heimspekilega mannfræði í sessi sem ákveðna stefnu innan þýskra fræða
á þriðja og Mórða áratugnum. Grundvöll hennar má þó rekja allt aftur til
mannfræðifyrirlestra Immanuels Kant sem taldi spurningu mannfræðinnar:
– hva! er ma!urinn? – fela í sér aðrar meginspurningar heimspekinnar.1
Meðal athyglisverðustu hugmynda Plessners á sviði heimspekilegrar
mannfræði eru fágaðar kenningar um mannlega hegðun, hlátur, grátur og
bros. Áhugi innan fræðanna á tjáningu og tjáningarhæfni mannsins er mik-
ill nú í upphafi . aldar en kenningar eiga það á hættu að einskorða sig við
afmörkuð sjónarhorn og leggja ýmist of mikla áherslu á hið náttúrulega í
mannlegri tjáningu eða hið félagslega. Í heimspeki sinni reynir Plessner að
sætta þessi ólíku sjónarmið og brúa bil hinna ólíku fræðigreina og kenn-
inga.
Þessi viðleitni Plessners kemst vel til skila í „Brosinu“. Mannleg tjáning
á grundvöll sinn í líkamleika okkar sem náttúruvera en merking hennar er
aftur á móti félagslegt fyrirbæri og verður ekki skýrð með einfaldri skír-
skotun til náttúrunnar. Eins og Plessner víkur að þá byrja börn að brosa áður
en þau hafa verið vígð til merkingarinnar en með félagsmótun og siðfágun
verður brosið að margræðu og menningarlegu tákni, rétt eins og orð tungu-
málsins, þó að Plessner líki því réttilega við þögnina, jafn hlaðin merkingu
Ómögulegt er að útlista kenningar Plessners nánar í inngangi sem þessum og því bendi ég áhuga-
sömum lesendum á útvarpsþáttinn „Mörk mannskepnunnar“ sem ég vann fyrir Rás vorið
og finna má í hlaðvarpi Ríkisútvarpsins (http://podcast.ruv.is/mork_mannskepnunnar/podcast.
xml) og B.A.-ritgerð mína, Fir! og firring. Brosi! og heimspeki Helmuth Plessners, Háskóli Íslands
(á Skemmunni: http://hdl.handle.net//).
Hugur 2013-4.indd 120 23/01/2014 12:57:29