Hugur - 01.01.2013, Blaðsíða 13
Heimspekin er afgangur vísindanna
í lýsingakenningunni er fólgin í því að hún útskýrir nákvæmlega hvernig lýsingar
geta haft þennan eiginleika. En snúum okkur að spurningunni þinni! Er þetta
það eina sem segja þarf um lýsingar? Einu sinni hélt ég að þetta væri allt sem
segja þyrfti um merkingarfræ!i (e. semantics) lýsinga. Ég leit svo á að það væru svo
ýmsar aðrar staðreyndir um það hvernig við notum lýsingar og að þær geri okkur
kleift að vísa beint til hluta óháð inntaki lýsingarinnar. Nú finnst mér þetta óljós-
ara og þetta angrar mig líka minna. Ég tel að lýsingakenningin leggi grunninn að
útskýringu á því af hverju tungumálið inniheldur orðliði (e. expressions) af þessu
tagi, þ.e. ákveðnar lýsingar. Og þessi skýring er gild þrátt fyrir að orðliðirnir séu
síðar notaðir í öðrum tilgangi – jafnvel þótt sá tilgangur nái yfirhöndinni.
E: Anna! sem tengist l#singakenningu Russells og hefur veri! miki! rætt undanfarin
ár og áratugi eru svokalla!ar óklára!ar ákve!nar l#singar (e. incomplete definite
descriptions). Ég hef í huga setningar eins og „Bor!i! er $aki! bókum“. Margir hafa
bent á a! mælandi $essarar setningar geti ekki ætla! sér a! vísa til eina hlutarins í öllum
heiminum sem hefur $ann eiginleika a! vera bor!. "a! hl#tur eitthva! a! vera óklára!
vi! l#singuna og mælandinn hl#tur a! eiga vi! bor!i! „$arna“ e!a eitthva! $ess háttar.
En $á vir!ist l#singakenning Russells fela í sér ranga spá. Sumir hafa $ví vilja! gera
greinarmun á merkingu og notkun or!li!a, líkt og $ú minntist á. Hi! fyrra tilheyrir $á
merkingarfræ!i or!li!arins og (allar um merkingu hans í málinu en hi! seinna notk-
unarfræ!inni (e. pragmatics) og (allar um $a! hva! mælendur meina me! tjáningu
hans í tilteknu samhengi. Og $essi greinarmunur hefur lengi veri! vinsælt umræ!uefni.
Er $etta mikilvægur greinarmunur e!a finnst $ér hann ekki skipta máli?
S: Ég held að það sé frekar tilgangslaust að ræða um greinarmun á milli merk-
ingarfræði og notkunarfræði – að mestu leyti. Ef þú vilt segja að merkingarfræði-
legar staðreyndir séu staðreyndir um merkingu orðliða og notkunarfræðilegar
staðreyndir séu staðreyndir um það hvernig fólk notar orðliði þá er svolítið skrítið
að halda að það geti verið einhver átök á milli merkingar og notkunar. Það eru
bara staðreyndir um merkingu orðliða og staðreyndir um það hvernig fólk notar
þá í samskiptum. Deilur um þennan greinarmun eru því frekar furðulegar. Þetta
er ekki greinarmunur; þetta væri eins og að gera greinarmun á ostum og ísskáp-
um. Það er ekki greinarmunur. Jú, þú ert með ísskáp og þú geymir ostinn inni í
ísskápnum. Og í einhverjum skilningi væri ekki til nein merkingarfræði án notk-
unarfræði. En það er hægt að setja fram annan greinarmun sem er áhugaverðari,
held ég. Það er greinarmunurinn á milli merkingar orðanna sjálfra – það þarf að
útskýra það nánar – og þess hvað fólk meinar þegar það notar orðin. Og svo er
greinarmunur innan þess sem fólk meinar með því að nota orð; á milli þess hvað
það meinar með mjög beinum hætti – hvað það segir, staðhæfir eða fullyrðir – og
þess hvað það meinar með óbeinum hætti með því að gefa eitthvað í skyn, ýja að
því eða dylgja með það. Það virðist vera mikilvægur greinarmunur. Að kalla þetta
greinarmun á milli merkingarfræði og notkunarfræði virðist vera frekar tilgangs-
laust. Þetta er greinarmunur á því sem við reynum að miðla með beinum hætti og
því sem við reynum að miðla með óbeinum hætti. Hið fyrra hefur sterkari tengsl
við, en er þó ekki einskorðað við, merkingu setninganna sem við notum.
Hugur 2013-4.indd 13 23/01/2014 12:57:23