Hugur - 01.01.2013, Blaðsíða 156
Páll Skúlason
aldrei lýst fullkomlega. Það er einungis til staðar sem umgjörð kerfisbundinnar
hugsunar um heiminn sem heild, ekki sem staðgengill þess sama heims. Heim-
spekilegt kerfi er ekki fangelsi hugsunarinnar, það er grundvöllur fyrir endalausar
athuganir á veruleikanum og fyrir rökræður við aðra sem fást við svipaðar athug-
anir.
Í raun snýr Ricœur sér sjaldan að heimspekilegum forsendum sínum beinlínis í
því skyni að endurskoða kerfið, endurvinnslan á sér öllu heldur stað með óbeinum
hætti eins og sjá má í nokkrum ritgerða hans.13 Nú mun ég taka saman það sem ég
tel vera meginatriðið í þessari endurvinnslu á upphaflegri útgáfu „kerfis“ hans.
Í seinni verkum Ricœurs er grundvallarafstaða hans þessi: Hina mannlegu
sjálfsveru, cogito-ið eða sjálfið, verður að nálgast eins og því er miðlað í hinum
ýmsu myndunum merkingar eða skilnings sem ákvarða raunverulega staðsetn-
ingu þess í heiminum. „Svona lítur vinnutilgáta mín í heimspeki út,“ segir Ricœur
á einum stað, „ég kalla hana hlutbundna yfirvegun, það er, cogito-i! eins og $ví er
mi!la! í gjörvöllum táknheiminum.“14
Það er engin bein leið til að skilja viljaveruna og tilvistarviðleitni hennar. Þrá
hennar til að vera verður aðeins afhjúpuð í túlkunarferli sem tekur tillit til þeirra
ólíku leiða sem merkingin myndast eftir og uppgötva má í menningu og sögu.
Hið hugsandi sjálf er hvorki drottnari merkingarinnar né uppspretta hennar, þess
í stað lýtur sjálfið ferli merkingarsköpunar sem nær handan sjálfsins og ætli það
sér að uppgötva sjálft sig verður það að öðlast skilning á þessu ferli. Verkefni heim-
spekinnar er að útskýra skilyrði skilnings á eðli þessa merkingarsköpunarferlis
sem skapar sjálfsveruna í heiminum og leiða þannig í ljós hvernig raunveruleg
sjálfsþekking er möguleg. Grundvallarvandinn hefur þrjár hliðar: Hvernig á að
skilja merkingu? Hvernig á að skilja sjálfið? Og hvernig á að skilja endanlega
merkingu sjálfsins í heiminum?
Í inngangi sínum að Túlkunardeilunni gerir Ricœur réttilega greinarmun á milli
þriggja nálgunarsviða sem „endurtaka“ þrískiptingu aðferðanna í heimspeki vilj-
ans. Svi! merkingarfræ!innar samsvarar l#singara!fer!inni sem fæst við „kjarna“
eða hreina merkingu, svi! yfirvegunarinnar samsvarar þeirri reynslul#singu sem
fæst við merkingu verka og athafna og tilvistarsvi!i! eða svi! verufræ!innar sam-
svarar ljó!túlkuninni þar sem fengist er við merkingu sem kemur frá einhverjum
dularfullum öðrum.
VI
Hér blasir við vandamál sem snertir þá samsvörun sem ég tel að sé á milli svi!s
yfirvegunarinnar í hugsun Ricœurs og þess sem hann nefndi rauntúlkun viljans í
fyrsta verki sínu. Þegar Ricœur leiddi hugann upphaflega að rauntúlkuninni hafði
hann ekki í huga yfirvegandi greiningu heldur fremur þverstæðukennda lýsingu
Til að mynda í inngangsritgerðinni að De l ’interprétation, essai sur Freud (Ricœur b).
Ricœur : .
Hugur 2013-4.indd 156 23/01/2014 12:57:30