Hugur - 01.01.2013, Blaðsíða 6

Hugur - 01.01.2013, Blaðsíða 6
 bæri að ná flugi. Það er mín skoðun að leitin að betri skilningi og betri heim- spekilegum tökum á því hvað þessi afstaða þarf að fela í sér, og hvað hún þýðir í raun og veru fyrir samfélag og einstaklinga, sé eitt af þeim viðfangsefnum sem eru undirliggjandi í umræðum um lýðræði, listir og bókmenntir og tengsl á milli þessara fyrirbæra. Sá skyldleiki eða Mölskyldusvipur sem er með listum, bókmenntum og lýðræði veldur því að að ákveðin hugtök verða áberandi og mikilvæg þegar þau eru tekin til athugunar. Í stað þess að bjóða upp á greiningu á þessum hugtökum set ég hér fram einhverskonar tengslakort sem lýsingu á því hvað ég á við: Einstaklingurinn, sem vera með sjálf, sem vera með vilja, vera sem brosir og sem hluti af samfélagi er til skoðunar í greinum Stefáns Snævarr, Geirs Sigurðs- sonar, þýðingu Björns Þorsteinssonar á grein Maurizio Lazzarato og í „Brosi“ Hemuths Plessner sem Marteinn Sindri Jónsson hefur snúið á íslensku. Efnistök greinanna eru ólík en kjarninn í þeim er spurningin um það hvernig einstakling- urinn verði best hugtekinn eða útskýrður sem fyrirbæri, og hvernig honum reiði best af í samfélagi við aðra einstaklinga af sömu tegund. Þetta kallar sumstaðar á greiningu á sjálfinu (Stefán Snævarr) en annars staðar á greiningu á því hvernig við forðumst tilvistarlega tómhyggju (Geir Sigurðsson) og á greiningu á stöðu einstaklingsins í samfélagi nýfrjálshyggjunnar (Maurizio Lazzarato). Brosið sem hluti af mannlegri tjáningu og sem fyrirbærafræðilega mikilvægt fyrirbæri gefur umMölluninni síðan aukna og óvenjulega vídd. Listaverki! og listin eru tekin til sérstakrar umMöllunar hjá Giorgio Agamben í þýðingu Steinars Arnar Atlasonar og Jean-Luc Nancy í þýðingu Ólafs Gíslasonar. Þetta er að sjálfsögðu ekki gert í tómarúmi, heldur spila hugmyndir um samfélag og samhengi undirtónana í báðum þessum greinum. Nancy greinir stöðu list- arinnar út frá tíu lykilhugtökum og hugmyndum Hegels um hlutverk hennar og þróun og skörp greining Agambens á ljósmyndinni er ekki eingöngu greining á ljósmyndinni sem miðli, heldur einnig á ljósmyndinni sem sögulegu og sam- félagslegu fyrirbæri. Greinar Hlyns Helgasonar, Henrys Alexanders Henryssonar og þríeykisins Ingimars Ólafssonar Waage, Kristjáns Kristjánssonar og Amalíu Björnsdóttur eiga það sammerkt að fást við l#!ræ!ishugmyndir. Hlynur greinir á áhugaverðan hátt lýðræðishugmyndir út frá þremur nýlegum listaverkum sem eiga það sam- merkt að fást við listina og lýðræðið á krepputímum. Því er oft haldið fram að á slíkum tímum sé hlutverk listarinnar mikilvægara en annars, hún eigi að gagn- rýna og breyta samfélaginu til betri vegar, eða vera spegill sem við getum borið okkur upp að. Eins og Hlynur færir rök fyrir í grein sinni er þetta samspil lista og lýðræðishugmynda allt annað en einfalt, og mikil hætta fyrir bæði lýðræðið og listina fólgin í því að einfalda það um of. Grunnstefið í grein Henrys Alexanders eru sáttmálakenningar um lýðræðið og hvað það felur í sér að vera þátttakandi í lýðræði. Grein Ingimars, Kristjáns og Amalíu er áhugaverð tilraun til þess að tengja saman empírískar athuganir á lýðræði og lýðræðisviðhorfum og heim- spekilegar hugmyndir um þessi sömu efni. Það er sérstaklega ánægjulegt að tvær greinar eftir Pál Skúlason skuli reka Inngangur ritstjóra Hugur 2013-4.indd 6 23/01/2014 12:57:23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.