Hugur - 01.01.2013, Blaðsíða 89

Hugur - 01.01.2013, Blaðsíða 89
 Hver eru vi!horf grunnskólakennara til l#!ræ!is í skólastarfi?  breytileika mannlífsins með innsýn í reynsluheim samferðarmanna í skólakerfinu sem Dewey taldi svo mikilvægan þroska einstaklinganna. Athygli vakti marktæk neikvæð fylgni milli staðhæfinga um umdeild mál, stjórnmál og trúmál annars vegar og hins vegar ýmissa annarra staðhæfinga. Kennarar sem eru líklegir til að forðast umræður um stjórnmál, trúmál eða umdeild mál eru ólíklegri til þess að hvetja nemendur til að meta atburði hlut- lægt og gagnrýnið. Þeir gefa nemendum sínum síður tækifæri til þess tjá sig, láta nemendur síður finna að þeir virði hugmyndir þeirra, hvetja nemendur sína síður til að mynda sér skoðanir, eru ólíklegri til að kynna fleiri hliðar á málefnum fyrir nemendum sínum og eru ólíklegri til þess að hvetja nemendur til að hlusta á skoðanir annarra. Þessir kennarar virðast hlutlausari í sinni kennslu og það hefur áhrif á inntakið. Mögulega skapar hlutleysið gjá milli kennara og nemenda. Við slíkar aðstæður myndast líklega síður tilfinning fyrir því að skólinn eða bekkurinn sé lifandi samfélag líkt og Dewey nefnir það.61 Ef nemendur glíma sjaldan við ólík sjónarmið gæti það reynst torvelt að höndla slíkar aðstæður síðar á lífsleiðinni. Það er tilvistarleg spurning að fá tækifæri til að kynnast ólíkum sjónarmiðum og skilja að fólk hefur ólíka sýn á tilveruna. Þessar niðurstöður sýna mikilvægi kenn- arans í eflingu lýðræðisþroska nemenda. Það er í samræmi við þær niðurstöður sem hafa birst úr Global doing democracy-verkefninu og þær falla einnig mjög vel að hugmyndum Deweys um menntun og lýðræði.62 Það athyglisverðasta við þennan hluta niðurstaðnanna er hversu mikil sýnileg áhrif það hefur á skólastarf að kennarar stígi skrefið til fulls og horfi út fyrir girðingu námsgreinarinnar. Með því að nálgast kennsluna á heildrænan hátt, líkt og Dewey lagði til, dýpka þeir skilning nemenda hvers á öðrum til viðbótar við þá dýpri merkingu sem nem- endur leggja í nám sitt gegnum aukna virkni á fleiri sviðum en námsgreinin ein og sér býður upp á.63 Í heild má segja að viðhorf kennara til lýðræðis í skólastarfi séu jákvæð en því má halda fram að þá skorti þekkingu á möguleikum þess. Það er auðvelt að segjast vera jákvæður í garð lýðræðis en þegar á hólminn er komið er hætt við að kenn- arar slái á frest nauðsynlegum úrbótum vegna anna eða áherslu á þekkingarþætti menntunarinnar. Hugsjónabundinn samfélagslegur og siðferðilegur skilningur á lýðræðishugtakinu dugar skammt ef ekki er leitað einstaklingsbundinna leiða að markmiðinu. Niðurstöður rannsóknarinnar gefa einungis vísbendingar um stöðu lýðræðis í skólastarfi á Íslandi enda aðeins unnið með huglægt mat lítils úrtaks kennara. Til þess að fá skýrari mynd af viðfangsefninu þyrfti slík rannsókn að beinast samhliða að nemendum og kennurum auk þess sem kennslufræðileg vettvangs- athugun yrði gerð á starfsháttum skólanna þannig að hægt væri að bera saman það sem kennarar gera og það sem þeir segjast gera.  Dewey .  Carr ; Zyngier ; Dewey , ; Ólafur Páll Jónsson .  Dewey , . Hugur 2013-4.indd 89 23/01/2014 12:57:27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.