Hugur - 01.01.2013, Blaðsíða 89
Hver eru vi!horf grunnskólakennara til l#!ræ!is í skólastarfi?
breytileika mannlífsins með innsýn í reynsluheim samferðarmanna í skólakerfinu
sem Dewey taldi svo mikilvægan þroska einstaklinganna.
Athygli vakti marktæk neikvæð fylgni milli staðhæfinga um umdeild mál,
stjórnmál og trúmál annars vegar og hins vegar ýmissa annarra staðhæfinga.
Kennarar sem eru líklegir til að forðast umræður um stjórnmál, trúmál eða
umdeild mál eru ólíklegri til þess að hvetja nemendur til að meta atburði hlut-
lægt og gagnrýnið. Þeir gefa nemendum sínum síður tækifæri til þess tjá sig, láta
nemendur síður finna að þeir virði hugmyndir þeirra, hvetja nemendur sína síður
til að mynda sér skoðanir, eru ólíklegri til að kynna fleiri hliðar á málefnum fyrir
nemendum sínum og eru ólíklegri til þess að hvetja nemendur til að hlusta á
skoðanir annarra. Þessir kennarar virðast hlutlausari í sinni kennslu og það hefur
áhrif á inntakið. Mögulega skapar hlutleysið gjá milli kennara og nemenda. Við
slíkar aðstæður myndast líklega síður tilfinning fyrir því að skólinn eða bekkurinn
sé lifandi samfélag líkt og Dewey nefnir það.61 Ef nemendur glíma sjaldan við ólík
sjónarmið gæti það reynst torvelt að höndla slíkar aðstæður síðar á lífsleiðinni.
Það er tilvistarleg spurning að fá tækifæri til að kynnast ólíkum sjónarmiðum og
skilja að fólk hefur ólíka sýn á tilveruna. Þessar niðurstöður sýna mikilvægi kenn-
arans í eflingu lýðræðisþroska nemenda. Það er í samræmi við þær niðurstöður
sem hafa birst úr Global doing democracy-verkefninu og þær falla einnig mjög
vel að hugmyndum Deweys um menntun og lýðræði.62 Það athyglisverðasta við
þennan hluta niðurstaðnanna er hversu mikil sýnileg áhrif það hefur á skólastarf
að kennarar stígi skrefið til fulls og horfi út fyrir girðingu námsgreinarinnar. Með
því að nálgast kennsluna á heildrænan hátt, líkt og Dewey lagði til, dýpka þeir
skilning nemenda hvers á öðrum til viðbótar við þá dýpri merkingu sem nem-
endur leggja í nám sitt gegnum aukna virkni á fleiri sviðum en námsgreinin ein
og sér býður upp á.63
Í heild má segja að viðhorf kennara til lýðræðis í skólastarfi séu jákvæð en því
má halda fram að þá skorti þekkingu á möguleikum þess. Það er auðvelt að segjast
vera jákvæður í garð lýðræðis en þegar á hólminn er komið er hætt við að kenn-
arar slái á frest nauðsynlegum úrbótum vegna anna eða áherslu á þekkingarþætti
menntunarinnar. Hugsjónabundinn samfélagslegur og siðferðilegur skilningur á
lýðræðishugtakinu dugar skammt ef ekki er leitað einstaklingsbundinna leiða að
markmiðinu.
Niðurstöður rannsóknarinnar gefa einungis vísbendingar um stöðu lýðræðis
í skólastarfi á Íslandi enda aðeins unnið með huglægt mat lítils úrtaks kennara.
Til þess að fá skýrari mynd af viðfangsefninu þyrfti slík rannsókn að beinast
samhliða að nemendum og kennurum auk þess sem kennslufræðileg vettvangs-
athugun yrði gerð á starfsháttum skólanna þannig að hægt væri að bera saman
það sem kennarar gera og það sem þeir segjast gera.
Dewey .
Carr ; Zyngier ; Dewey , ; Ólafur Páll Jónsson .
Dewey , .
Hugur 2013-4.indd 89 23/01/2014 12:57:27