Hugur - 01.01.2013, Blaðsíða 34
Stefán Snævarr
ólgusjó sögunnar ef heilar manna hefðu almennt verið klofnir. Kjarnasjálfið líkist
klofna heilanum, útvíkkaða sjálfið þeim samstæða.
Í ofanálag hefur hugveran segni, hún er jú merkingarþrungið, tímabundið fyrir-
bæri með upphaf, miðpunkt og endi. Sé hugveran kjarnasjálfið þá er erfitt að sjá
annað en að mögulegt kjarnasjálf hafi a.m.k. lágmarksmagn af segni.
Hvað um það, hinn ungi Zahavi gerði sig sekan um það sem ég nefni „hug-
veruvilluna“. Sú villa felst í því að rugla hugveru og sjálfi saman, sjá ekki að mann-
leg hugvera er hluti af sjálfinu, ekki sjálfið sjálft.39 Auk þess sá Zahavi ekki segni
hugverunnar.
Breski heimspekingurinn Galen Strawson gerist líka sekur um hugveruvilluna.
Hann segir að það sem við köllum „sjálf“ sé á vissan hátt ekki til, það sem sé til
séu hugverur sem koma og fara. Strawson kallar hugverurnar „SESMETS“, sem
er stytting á „Subjects of Experience that are Single MEntal Things“.40 Þessar
hugverur séu burðarás reynslu en séu bara til á því augnabliki sem reynslan eigi
sér stað. Þetta hljómar eins og argasta hughyggja en Strawson er hreint enginn
hughyggjumaður. Að hans áliti eru hugverurnar efnislegar í eðli sínu. Efnið hefur
reyndar andlegan þátt sem birtist hvað skýrast í hugverunum. Strawson er fylgj-
andi „raunverulegri efnishyggju“ (e. real materialism). Sú er ekki smættarhyggja
heldur lítur hún á andann sem raunverulegt, efnislegt fyrirbæri.41 Um leið megi
leiða samsálarhyggju (e. panpsychism) af raunverulegri efnishyggju en samkvæmt
samsálarhyggju Strawsons er efni það eina sem til er – um leið og efnið hefur
ákveðinn sálarþátt.42
Hvað um það, Strawson telur að sagnhyggjan um sjálfið eigi ekki við rök að
styðjast. Því til sönnunar segir hann að sumt fólk hafi alls enga reynslu af lífi sínu
sem samhangandi sögu. Slíkt fólk sjái líf sitt sem safn einangraðra viðburða og
kallar hann slíka menn „Episodics“. Vissulega sé til fólk sem sjái líf sitt sem sam-
hangandi í tíma, til þess hóps teljist einstaklingar sem reyna líf sitt sem sögu. En
menn geti sem sagt haft sjálf án þess að reyna líf sitt sem sögu.43
Við þetta hef ég margt að athuga. Í fyrsta lagi er Strawson ekki samkvæmur
sjálfum sér þegar hann segir annars vegar að sjálfið sé safn hugvera, hins vegar
notar hann sýn fullmótaðra persóna á sjálfa sig sem rök varðandi sagnsjálfið.44
Hann kann að hafa fundið rök gegn hugmyndinni um að persóna manna sé
sagnbundin en ekki gegn kenningunni um sagnsjálfið.
Í öðru lagi gæti hugsast að sjálfið væri safn af hugverum en hugverur þessar
hefðu mikið magn segni. Þær eru jú tímabundin fyrirbæri. En er hægt að ákvarða
gefið S sem SESMET án þess að þekkja sögu þess? Reyndar er erfitt að sjá hvern-
ig hægt sé að sanna tilveru SESMETa. Það er engin röknauðsyn að segja sjálfið
Ekki verður annað séð en að Zahavi hafi breytt um skoðun. Eins og hér hefur komið fram talar
hann nú eins og hugveran geti vart verið til nema sem hluti af útvíkkuðu sjálfi.
Strawson : .
Strawson : og víðar.
Um samsálarhyggju, bæði útgáfu Strawsons og annarra, sjá Allen-Hermanson og Seager .
Strawson . Sjá einnig Strawson : –.
Þessar fullmótuðu persónur sjá líf sitt sem sögu eða söguleysu, þær eru ekki hugverur sem koma
og fara.
Hugur 2013-4.indd 34 23/01/2014 12:57:24