Hugur - 01.01.2013, Blaðsíða 108
Jean-Luc Nancy
myndanna“ sem situr nú undir ásökunum um glæpi gegn listinni, því við erum
siðmenning án Hugmyndar. Á okkar tímum bíður listarinnar það verkefni að
svara þessum heimi og að svara með honum. Það snýst ekki um að gera myndir af
þessari Marveru Hugmyndarinnar, því í slíku tilfelli væri listin áfram bundin hinni
veru- og trúfræðilegu reglu um mynd hins ósýnilega, reglu þessa Guðs sem menn
áttu að „ímynda sér óhugsandi“ eins og Montaigne komst að orði. Hér er því um
annars konar verkefni að ræða, og rök þess þurfum við að greina til hlítar.
Ef listin er skilgreind sem samband myndarinnar og Hugmyndarinnar, eða
samband myndarinnar og hins óhugsandi (tvöfalt samband sem í stórum dráttum
ákveður skilin á milli hins fagra og hins háleita í hefðbundnum skilgreiningum
heimspekinnar á listinni) þá mun gjörvöll listin augljóslega draga sig í hlé með
myndinni. Það var einmitt þetta sem Hegel sá fyrir sér. Ef röksemdafærsla hans
hlaut svo góðar undirtektir að hún var þróuð áfram og rangfærð, þá var það vegna
þess að hún var sönn, vegna þess að listin hætti að gegna hlutverki sínu sem mynd.
En það var hið verufræðilega og trúarlega hlutverk hennar: Það er einmitt í trúar-
legu samhengi sínu eða hlutverki sem hin hegelska list verður „erfðagóss fortíð-
arinnar“. En kannski byrjaði listin eða endurlifnaði með öðrum hætti, kannski
byrjaði hún öðruvísi að verða sýnileg, kannski opinberaði hún ekki sýnileika sinn
sem mynd, heldur lét skynja sig með öðrum hætti.
Út frá þessum skilningi sjáum við fyrir okkur hvernig heimur án mynda leggur
fram í ríkum mæli heilt Mall af myndum þar sem menn geta ekki fundið sig leng-
ur, þar sem listin finnur sjálfa sig ekki lengur. Heilt flóð af svi!smyndum þar sem
hið sjáanlega og skiljanlega er sjálft í molum og vísar ekki til neins. Sviðsmyndir
sem veita ekki innsýn í neitt og sjá ekki neitt: sviðsmyndir án s#nar. (Sjáið fyrir
ykkur útþurrkun þeirrar rómantísku veru þar sem listamaðurinn var sjáandinn.)
Eða hins vegar hið gagnstæða, heiminn yfirfullan af róttæku andófi myndanna,
eins og Adorno segir,15 og liggur þannig sjálfur undir grun um að vera hjátrúar-
fullur, ef það sem sérhver mynd hvílir á er einungis angistin andspænis „tóminu“.
Þessi „vísun í tómið“ opnar þannig sviðsmynd enn stærri tvíræðni: annað hvort er
„tómið“ framsett af þráhyggju eða sjúklegri áráttu og skilið sem neikvæði Hug-
myndarinnar, eins og neikvæð Hugmynd eða hyldýpi Hugmyndarinnar (eins og
tómarýmið í sjálfshermilist hennar) – eða þá að það er skilið með öðrum hætti.
Það er einmitt það sem ég vildi gera að tillögu minni undir nafni þess næstum tóms
sem felst í ummerkjunum (lat. vestigium).
8.
Það sem eftir situr við fráhvarf myndarinnar, eða það sem situr eftir í brotthvarfi
hennar, eins og sjálft brotthvarfið, er í raun og veru slóðin (vestigium). Þetta
hugtak hefur borist okkur frá guðfræðinni og dulspekinni, og kannski ekki af
ástæðulausu. Við höfum fengið það að láni til þess að laga það að markmiðum
okkar. Guðfræðingarnir hafa virkjað mismuninn á myndinni og slóðinni, til þess
Dialectique négative, bls. .
Hugur 2013-4.indd 108 23/01/2014 12:57:28