Hugur - 01.01.2013, Blaðsíða 30
Stefán Snævarr
hverfis er vandséð hvaða munur sé á henni og hundi, steini eða tölvu. Eins og áður
segir hafa hundar, steinar og tölvur tæpast sjálf.
Ósagt skal látið hvort hægt sé að greina hugsun skarplega frá (tákn)máli; alltént
er hugsun rétt eins og tungumálið þrungið merkingu. Réttara sagt þá eru hugsun
og merking tvær hliðar á sama pening.
Hvað um það, víst er að við hugsum einatt í orðum, ekki síst með þeim hætti
að fremja málgjörðir í huganum. Ég hugsa í hljóði „nú er ég búinn að vinna að
þessari grein um nokkurt skeið“. Ég hef framið málgjörðina að staðhæfa, mál-
gjörðir hafa sagngerð. Þessi málgjörð er engin undantekning þótt hún sé framin
í launkofum hugans.
Jafnvel þótt til væru hugsanir sem eru öldungis óháðar (tákn)máli þá losna þær
ekki úr greipum (frá)sögunnar.27 Öll hugsun og öll meðvituð ferli hafa sagngerð:
Í fyrra lagi hefst hugsun á tiltekinni stundu, á sér millikafla og endi, rétt eins og
saga. Svo er hugsun augljóslega gegnsýrð merkingu alveg eins og saga.
Í síðara lagi hefur hugsun viðfang rétt eins og (frá)saga. Það sem gefur tiltek-
inni hugsun samsemd er það sem ég vil kalla „stef hugsunarinnar“. Stefið tengir
saman ýmsa þætti tiltekinnar hugsunar líkt og tónstef skapar heild úr ýmsum
þáttum tónverks. Eða það hvernig söguflétta skapar heild úr aðskiljanlegum þátt-
um söguefnis.
Ég hugsa nú um það hvernig ég eigi að vinna þessa grein, úrvinnsla hennar er
viðfang og stef hugsunarinnar (köllum þessa hugsun H1). Ég tók að hugsa H1
fyrir klukkutíma, nú nálgast sú stund er ég pakka saman og fer heim. Þá hætti ég
vonandi að hugsa H1.
Eins og önnur meðvituð ferli hefur hugveru-vitundin sagngerð. Oft er hug-
veru-vitundin meira í ætt við ósjálfráðar hugsanir en sjálfráðar, vissan um tilvist
okkar sjálfra er eins og bakgrunnur sem gerir okkur kleift að sjá einstaka hluti. En
við erum ekki fyllilega meðvituð um bakgrunninn, heldur ekki um hina ósjálfráðu
hugveru-vitund. Einnig mætti líkja hinni ósjálfráðu hugveru-vitund við „muzak“,
tónlist sem við heyrum án þess að hlusta. En þessi muzak-kennda, ósjálfráða
hugveru-vitund hefur sagngerð. Sagan hefst þegar við vöknum og munum allt í
einu hver við erum. Hún heldur svo áfram á meðan við vökum, nema við göngum
svo upp í verkefnum okkar að við gleymum eigin tilvist. Eða ef líður yfir okkur.
Eða ef við deyjum.
Hin sjálfráða Descartes-kennda hugveru-vitund krefst sjálfsíhugunar.28 Slík
sjálfsíhugun byrjar klárlega á gefinni stundu og lýkur þegar okkur finnst við vita
ljóslega hver við erum. Ekki þarf mikið hugmyndaflug til að sjá að þetta er ferli
með sagngerð. En ekki verður séð að sjálfsíhugun hafi frásagnarformgerð að
auki.
Sjálfsíhugun er þáttur í því að komast til meðvitundar um sjálfan sig, aðrir þætt-
ir í sjálfsvitundinni eru ósjálfráða hugveru-vitundin, auk vissu um skurðpunkt og
Ég hef „frá“ innan sviga, (frá)saga, þegar ég tala um eitthvað sem er sögum og frásögum sameig-
inlegt. Það er skárra en að endurtaka stöðugt „saga og frásaga“.
Þess vegna er það að hafa hugveruvitund sem slíka ekki bæði nauðsynleg og nægjanleg forsenda
þess að hafa sjálfsvitund.
Hugur 2013-4.indd 30 23/01/2014 12:57:24