Hugur - 01.01.2013, Qupperneq 30

Hugur - 01.01.2013, Qupperneq 30
 Stefán Snævarr hverfis er vandséð hvaða munur sé á henni og hundi, steini eða tölvu. Eins og áður segir hafa hundar, steinar og tölvur tæpast sjálf. Ósagt skal látið hvort hægt sé að greina hugsun skarplega frá (tákn)máli; alltént er hugsun rétt eins og tungumálið þrungið merkingu. Réttara sagt þá eru hugsun og merking tvær hliðar á sama pening. Hvað um það, víst er að við hugsum einatt í orðum, ekki síst með þeim hætti að fremja málgjörðir í huganum. Ég hugsa í hljóði „nú er ég búinn að vinna að þessari grein um nokkurt skeið“. Ég hef framið málgjörðina að staðhæfa, mál- gjörðir hafa sagngerð. Þessi málgjörð er engin undantekning þótt hún sé framin í launkofum hugans. Jafnvel þótt til væru hugsanir sem eru öldungis óháðar (tákn)máli þá losna þær ekki úr greipum (frá)sögunnar.27 Öll hugsun og öll meðvituð ferli hafa sagngerð: Í fyrra lagi hefst hugsun á tiltekinni stundu, á sér millikafla og endi, rétt eins og saga. Svo er hugsun augljóslega gegnsýrð merkingu alveg eins og saga. Í síðara lagi hefur hugsun viðfang rétt eins og (frá)saga. Það sem gefur tiltek- inni hugsun samsemd er það sem ég vil kalla „stef hugsunarinnar“. Stefið tengir saman ýmsa þætti tiltekinnar hugsunar líkt og tónstef skapar heild úr ýmsum þáttum tónverks. Eða það hvernig söguflétta skapar heild úr aðskiljanlegum þátt- um söguefnis. Ég hugsa nú um það hvernig ég eigi að vinna þessa grein, úrvinnsla hennar er viðfang og stef hugsunarinnar (köllum þessa hugsun H1). Ég tók að hugsa H1 fyrir klukkutíma, nú nálgast sú stund er ég pakka saman og fer heim. Þá hætti ég vonandi að hugsa H1. Eins og önnur meðvituð ferli hefur hugveru-vitundin sagngerð. Oft er hug- veru-vitundin meira í ætt við ósjálfráðar hugsanir en sjálfráðar, vissan um tilvist okkar sjálfra er eins og bakgrunnur sem gerir okkur kleift að sjá einstaka hluti. En við erum ekki fyllilega meðvituð um bakgrunninn, heldur ekki um hina ósjálfráðu hugveru-vitund. Einnig mætti líkja hinni ósjálfráðu hugveru-vitund við „muzak“, tónlist sem við heyrum án þess að hlusta. En þessi muzak-kennda, ósjálfráða hugveru-vitund hefur sagngerð. Sagan hefst þegar við vöknum og munum allt í einu hver við erum. Hún heldur svo áfram á meðan við vökum, nema við göngum svo upp í verkefnum okkar að við gleymum eigin tilvist. Eða ef líður yfir okkur. Eða ef við deyjum. Hin sjálfráða Descartes-kennda hugveru-vitund krefst sjálfsíhugunar.28 Slík sjálfsíhugun byrjar klárlega á gefinni stundu og lýkur þegar okkur finnst við vita ljóslega hver við erum. Ekki þarf mikið hugmyndaflug til að sjá að þetta er ferli með sagngerð. En ekki verður séð að sjálfsíhugun hafi frásagnarformgerð að auki. Sjálfsíhugun er þáttur í því að komast til meðvitundar um sjálfan sig, aðrir þætt- ir í sjálfsvitundinni eru ósjálfráða hugveru-vitundin, auk vissu um skurðpunkt og  Ég hef „frá“ innan sviga, (frá)saga, þegar ég tala um eitthvað sem er sögum og frásögum sameig- inlegt. Það er skárra en að endurtaka stöðugt „saga og frásaga“.  Þess vegna er það að hafa hugveruvitund sem slíka ekki bæði nauðsynleg og nægjanleg forsenda þess að hafa sjálfsvitund. Hugur 2013-4.indd 30 23/01/2014 12:57:24
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164

x

Hugur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.