Hugur - 01.01.2013, Blaðsíða 23
Arfar Don Kíkóta
er hægt að útiloka að sérhver upplifun eða hugsun hafi sína sérstöku hugveru).
Athugið að það að vita af því að maður hafi upplifanir er annað orð yfir að vera
meðvitaður um þær og þá um leið að hafa hugveruvitund. Vandséð er hvernig
hugveran getur haft algerlega sjálfstæða tilvist án hugveruvitundarinnar. Getum
við ekki sagt í anda Descartes að hugveran sé það sem hefur vitund um eitthvað
(upplifir það)? Alltént er hún ekki hlutur, heldur ekki inntak skynjunar, hvað þá
sértak eða stærðfræðilegt fyrirbæri.
Það sem ég upplifi tilheyrir mér sjálfum, aðrir geta ekki haft mínar upplifanir
og þar með mína(r) hugveru(r). Upplifanirnar hafa „mínleika“ (e. mineness) og þá
erum við komin á slóðir sjálfsins. Er ekki eðlilegt að telja sálræn fyrirbæri sem
hafa fyrstupersónu-gefni á einhvern hátt tengd sjálfinu?
Hyggjum að eðli þeirra upplifana sem menn einir virðast geta haft, upplifanir
sem skoðanir og sértök gera mögulegar. Ég get ekki upplifað fótboltaleik sem
fótboltaleik nema að hafa á valdi mínu sértök á borð við „fótboltalið“, „reglur
leiksins“ o.s.frv. Að beita sértökum er aðeins mögulegt í krafti þess að hafa skoð-
anir (e. beliefs), t.d. þá skoðun að það sem ég sjái sé raunverulegur fótboltaleikur
en ekki skynvilla. Að hafa skoðun er að geta tekið einhvers konar afstöðu til skoð-
unarinnar, verið t.d. alveg viss um að hún sé sönn eða vera óviss. Slík afstaða er
ekki bara fólgin í upplifunum heldur í rökum og gildi þeirra er óháð upplifunum
(sanngildi staðhæfingarinnar „tveir plús tveir eru Mórir“ er óháð því hvernig við
upplifum staðhæfinguna). En þá fellur „það sem hefur skoðun“ ekki undir skil-
greiningu mína á hugverunni. Þess utan ber að varast að teygja hugtök of mikið.
Að segja að öll andleg starfsemi sé á burðarás hugverunnar einnar er að teygja
hugveruhugtakið allmikið.
Mér sýnist sjálfið vera það andlega fyrirbæri sem hefur skoðanir (hugveran aftur
á móti hefur ekki skoðanir, bara upplifanir).13 Ástæðan er m.a. sú að skoðanir búa
yfir mínleika: Þótt Gummi og Siggi kunni að vera sammála um X þá verða þeir
eftir sem áður að hafa sitt hvort sjónarhorn á X. Um leið eru skoðanir og upplif-
anir ofnar saman og því er nærtækt að líta svo á að hugveran (og þar með hug-
veruvitundin) sé þáttur í sjálfinu. Kannski hafa dýr hugveru(r) en ekki sjálf. En
hvers konar persóna er það sem hefur hugveru(r) algerlega ótengda sjálfinu?14
Upplifanir og skoðanir eru sem sagt snar þáttur í sjálfinu. En ekki er hægt að
ákvarða U sem upplifun eða S sem skoðun nema aðrir geti gengið úr skugga um
að hugtökunum um upplifanir og skoðanir sé beitt. Hugveran getur ekki vitað
hvort hún viti af sér (upplifi tilvist sína) nema aðrir geti gengið úr skugga um að
hún noti hugtök á borð „vita“ eða „upplifa“ með réttum hætti (þetta má læra af
einkamálsrökum Wittgensteins).15 Skoðanir sjálfsins og vissa hugverunnar um
eigin tilvist geta aðeins átt heima í raunverulegu eða mögulegu félagslegu rými.
Ég játa fúslega að ég get ekki sannað það. Ég neita heldur ekki þeim möguleika að þetta andlega
fyrirbæri sé á einhvern hátt efnislegt.
UmMöllunin um hina huglægu vídd sjálfsins er innblásin af hughyggjumönnum frá Descartes til
Zahavi, að viðbættum áhrifum frá heimspekingum á borð við Searle. Vonandi hefur umMöllunin
samt einhverja frumlega þætti.
Wittgenstein kynnir einkamálsrök sín til sögunnar í Wittgenstein : – (§–§) og
víðar.
Hugur 2013-4.indd 23 23/01/2014 12:57:24