Hugur - 01.01.2013, Side 23

Hugur - 01.01.2013, Side 23
 Arfar Don Kíkóta  er hægt að útiloka að sérhver upplifun eða hugsun hafi sína sérstöku hugveru). Athugið að það að vita af því að maður hafi upplifanir er annað orð yfir að vera meðvitaður um þær og þá um leið að hafa hugveruvitund. Vandséð er hvernig hugveran getur haft algerlega sjálfstæða tilvist án hugveruvitundarinnar. Getum við ekki sagt í anda Descartes að hugveran sé það sem hefur vitund um eitthvað (upplifir það)? Alltént er hún ekki hlutur, heldur ekki inntak skynjunar, hvað þá sértak eða stærðfræðilegt fyrirbæri. Það sem ég upplifi tilheyrir mér sjálfum, aðrir geta ekki haft mínar upplifanir og þar með mína(r) hugveru(r). Upplifanirnar hafa „mínleika“ (e. mineness) og þá erum við komin á slóðir sjálfsins. Er ekki eðlilegt að telja sálræn fyrirbæri sem hafa fyrstupersónu-gefni á einhvern hátt tengd sjálfinu? Hyggjum að eðli þeirra upplifana sem menn einir virðast geta haft, upplifanir sem skoðanir og sértök gera mögulegar. Ég get ekki upplifað fótboltaleik sem fótboltaleik nema að hafa á valdi mínu sértök á borð við „fótboltalið“, „reglur leiksins“ o.s.frv. Að beita sértökum er aðeins mögulegt í krafti þess að hafa skoð- anir (e. beliefs), t.d. þá skoðun að það sem ég sjái sé raunverulegur fótboltaleikur en ekki skynvilla. Að hafa skoðun er að geta tekið einhvers konar afstöðu til skoð- unarinnar, verið t.d. alveg viss um að hún sé sönn eða vera óviss. Slík afstaða er ekki bara fólgin í upplifunum heldur í rökum og gildi þeirra er óháð upplifunum (sanngildi staðhæfingarinnar „tveir plús tveir eru Mórir“ er óháð því hvernig við upplifum staðhæfinguna). En þá fellur „það sem hefur skoðun“ ekki undir skil- greiningu mína á hugverunni. Þess utan ber að varast að teygja hugtök of mikið. Að segja að öll andleg starfsemi sé á burðarás hugverunnar einnar er að teygja hugveruhugtakið allmikið. Mér sýnist sjálfið vera það andlega fyrirbæri sem hefur skoðanir (hugveran aftur á móti hefur ekki skoðanir, bara upplifanir).13 Ástæðan er m.a. sú að skoðanir búa yfir mínleika: Þótt Gummi og Siggi kunni að vera sammála um X þá verða þeir eftir sem áður að hafa sitt hvort sjónarhorn á X. Um leið eru skoðanir og upplif- anir ofnar saman og því er nærtækt að líta svo á að hugveran (og þar með hug- veruvitundin) sé þáttur í sjálfinu. Kannski hafa dýr hugveru(r) en ekki sjálf. En hvers konar persóna er það sem hefur hugveru(r) algerlega ótengda sjálfinu?14 Upplifanir og skoðanir eru sem sagt snar þáttur í sjálfinu. En ekki er hægt að ákvarða U sem upplifun eða S sem skoðun nema aðrir geti gengið úr skugga um að hugtökunum um upplifanir og skoðanir sé beitt. Hugveran getur ekki vitað hvort hún viti af sér (upplifi tilvist sína) nema aðrir geti gengið úr skugga um að hún noti hugtök á borð „vita“ eða „upplifa“ með réttum hætti (þetta má læra af einkamálsrökum Wittgensteins).15 Skoðanir sjálfsins og vissa hugverunnar um eigin tilvist geta aðeins átt heima í raunverulegu eða mögulegu félagslegu rými.  Ég játa fúslega að ég get ekki sannað það. Ég neita heldur ekki þeim möguleika að þetta andlega fyrirbæri sé á einhvern hátt efnislegt.  UmMöllunin um hina huglægu vídd sjálfsins er innblásin af hughyggjumönnum frá Descartes til Zahavi, að viðbættum áhrifum frá heimspekingum á borð við Searle. Vonandi hefur umMöllunin samt einhverja frumlega þætti.  Wittgenstein kynnir einkamálsrök sín til sögunnar í Wittgenstein : – (§–§) og víðar. Hugur 2013-4.indd 23 23/01/2014 12:57:24
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.