Hugur - 01.01.2013, Blaðsíða 88
Ingimar Ólafsson Waage, Kristján Kristjánsson og Amalía Björnsdóttir
kennaranna. Samkvæmt því má halda því fram að á meðan svo er séu nemendur
„ofurseldir yfirboðurum sínum“, svo notað sé orðalag Guðmundar Heiðars Frí-
mannssonar.57 Þar með fara nemendur á mis við þá mikilvægu reynslu sem felst í
því að vera ábyrgir gerendur í eigin lífi og hafa eitthvað að segja um það hvernig
dagarnir líða í skólanum. Ætla má, af reynslurannsóknum og hugmyndafræði
Deweys að dæma, að aukin ábyrgð nemenda skili öflugri námsmönnum.58 Virkni
nemenda leikur stórt hlutverk í þeirri merkingu sem þeir leggja í nám sitt og þeim
tengslum sem námið myndar við raunveruleika þeirra.
Þótt nemendur virðist virkir og ófeimnir í umræðum virðast þeir síður bera
virðingu fyrir hugmyndum annarra og í efri bekkjum dregur úr hlutlægni og
gagnrýnum vinnubrögðum að mati kennaranna. Ætla má að þessi vaxandi skort-
ur á umburðarlyndi eigi beinlínis rætur sínar að rekja til þess að margbreyttur
reynsluheimur ólíkra nemenda, sem Dewey telur skipta sköpum í skilningi ein-
staklinga á lífsaðstæðum annarra, er sjaldnar til umræðu á efri skólastigum m.a.
fyrir sakir aukinnar áherslu á námsgreinarnar sjálfar og þeirrar sérhæfingar sem
virðist vera skólakerfinu hugleikin.59 Gagnrýnin hugsun og vinnubrögð eru verk-
færi sem þarfnast þjálfunar og virðast því talsverð sóknarfæri fyrir kennara á þessu
sviði. Weinstein tengir hæfni í gagnrýninni hugsun beint við lýðræðisþroska og
telur að markviss þjálfun og kennsla í henni sé mikilvæg smurning fyrir tannhjól
lýðræðisins.60
Kennarar sögðust hvetja nemendur til lýðræðislegrar hugsunar og kynna fyrir
þeim fleiri en eina hlið á viðfangsefnum. Þeir segjast veita nemendum tækifæri til
að koma eigin skoðunum á framfæri og láta þá finna að þeir virði skoðanir þeirra.
Hins vegar forðast kennarar að ræða umdeild mál, stjórnmál eða trúmál, mismik-
ið þó. Kennarar forðast almennt að ræða stjórnmál við nemendur sína og kemur
líklega til ótti við að vera sakaðir um að innræta þeim ákveðnar stjórnmálaskoð-
anir. Öðru máli gegndi þegar trúmál voru annars vegar; þeir ýmist forðuðust þau
eða ræddu óhikað. Í hugum hluta þátttakenda virðist trú vera persónulegt mál-
efni sem best sé að ræða sem minnst en hinir kunna að hafa opnari afstöðu. Á
undanförnum árum hefur gagnrýni á störf kirkjunnar vaxið og orðið opinskáari
og skýrir það hugsanlega þennan innbyrðis mun á þátttakendum. Trúmál geta
einnig snert ólíka samfélagsþætti, s.s. innflytjendur og umburðarlyndi, og hafa
sterkar skoðanir hugsanlega áhrif á trúmálaumræður. Kennarar virðast síst forðast
umdeild málefni önnur en stjórnmál eða trúmál. Ástæða er til að draga í efa að
kennarar séu sjálfum sér samkvæmir þegar þeir segjast kynna fleiri en eina hlið
á viðfangsefnum fyrir nemendum – þegar þeir undanskilja þá þætti sem snerta
viðhorf og gildismat nemenda. Stór hluti af reynsluheimi þeirra er þannig undan-
skilinn umMöllun – hálfpartinn þagaður í hel – hver svo sem ástæðan er. Því fer
forgörðum mikilvægt tækifæri fyrir nemendur til að dýpka skilning sinn á Möl-
Guðmundur Heiðar Frímannsson .
Rogoff, Matsuov og White ; Dewey , .
Dewey , .
Weinstein .
Hugur 2013-4.indd 88 23/01/2014 12:57:27