Hugur - 01.01.2013, Blaðsíða 93
H | . , | . –
Giorgio Agamben
Dómsdagur
Inngangur $#!anda:
Naki! líf og engill ljósmyndunar
Ítalski heimspekingurinn Giorgio Agamben (f. ) er líklega þekktastur
fyrir skrif sín um pólitískar aðstæður í samtímanum – til dæmis um undan-
tekningarástand og stöðu flóttamanna – í röð bóka sem eiga upphaf sitt í
rannsókn á ákveðinni réttarstöðu sem er að finna í rómverskum lögum, homo
sacer. Einstaklingurinn sem hafði lagalega stöðu homo sacer var réttdræpur en
honum mátti ekki fórna; það sem einkennir homo sacer er því nakið líf sem
hefur lagalega stöðu í gegnum útilokun sína, ekki náttúrulegt líf sem stendur
algerlega utan laganna sjálfra. Það er einmitt þetta rými „laga og lögleysu,
laga og fráviks“ sem varð Agamben tilefni til greiningar á eðli stjórnmála
í samtímanum.1 Margslungið samband lífs og laga er til dæmis að finna
í undantekningarástandinu, þar sem lagalegum réttindum einstaklinga og
borgara er skotið á frest á meðan hið nakta líf er innlimað í lögin, eins og
til dæmis hjá föngunum sem haldið er í Guantánamo á grundvelli laga sem
kennd eru við Patriot Act. Þrátt fyrir að fangarnir hafi verið fangelsaðir á
lagalegum forsendum er þeim jafnframt „ekki aðeins meinað að njóta stöðu
stríðsfanga eins og hún er skilgreind í Genfarsáttmálanum heldur heyra þeir
ekki undir neitt dómsvald innan bandarískra laga: þeir eru hvorki fangar
né ákærðir sakborningar, þeir eru einfaldlega í haldi“.2 Agamben Mallar um
þetta lífpólitíska ástand samtímans í bókunum Homo sacer: Il potere sovrano e
la vita nuda (Homo sacer: Fullveldi! og hi! nakta líf, ) og Stato di Eccezione
(Undantekningarástandi!, ).
Agamben lagði stund á lögfræði og heimspeki við háskólann í Róm og
sótti í framhaldinu fyrirlestra Martins Heidegger um Herakleitos og Hegel
sumrin og í Provence-héraði í Frakklandi. Heidegger er einn
helsti áhrifavaldurinn í hugsun og skrifum Agambens, en hann sækir einnig
Sjá Giorgio Agamben, „An Interview with Giorgio Agamben“, German Law Journal : (),
bls. .
Giorgio Agamben, „Undantekningarástand“, Steinar Örn Atlason þýddi, Hugur (), bls.
.
Hugur 2013-4.indd 93 23/01/2014 12:57:27