Hugur - 01.01.2013, Blaðsíða 144

Hugur - 01.01.2013, Blaðsíða 144
 Páll Skúlason reisn, frið, vináttu og örlæti – og skilning á þeim og raungervingu (eða misskiln- ing á þeim og vanefndir) í mannlegu samfélagi. Hinn gamli draumur Sókratesar og Platons, að þekkingin skyldi ætíð í hávegum höfð, er draumur hins almenna heimspekings enn í dag. Hvaða augum lítur almenn skynsemi þetta hlutverk heimspekingsins okkar? Í stuttu máli telur hún það óraunhæft og veruleikafirrt. Samkvæmt gagnrýni almennrar skynsemi eru stjórnmál ekki vinsamleg samræða um hugsjónir hag- nýtrar skynsemi; þau eru valdaleikur eða valdabarátta þar sem sá sterkasti stendur uppi sem sigurvegari, rétt eins og Kallíkles og Þrasýmakkos héldu fram í samræð- um sínum við Sókrates. Og allt frá því í Aþenu til forna, þegar Sókrates reyndi að rökræða við samborgara sína, hefur almenn skynsemi ætíð gefið heimspekingnum sömu heilræði: Blandaðu þér hvorki í pólitík né málefni borgríkisins (gr. polis)! Þú ættir að halda þig við yfirvegun og hugsun um hugsjónir eða hvað sem vera skal en það er stórhættulegt bæði fyrir þig og samfélagið ef þú reynir að breyta heim- inum í samræmi við heimspekilegar forskriftir sem kveða á um hvernig honum skuli stjórnað. Þá er alræðishyggjan skammt undan. Hvernig eigum við að bregð- ast við þessari gagnrýni? Áður en við gerum það með beinum hætti vil ég gera þrjár almennar athugasemdir um mikilvægi heimspeki fyrir stjórnmál: () Heimspekingar hafa skýrt fyrir fólki meginhugmyndirnar um ólíkar teg- undir skynsamlegra stjórnarhátta og ríkja. Þeir hafa tekið mikilvægan þátt í að skilgreina grundvallarlög og stjórnarskrár, eins og í Bandaríkjunum, og í að skil- greina grundvallarmannréttindi, eins og hjá Sameinuðu þjóðunum. () Allir valdhafar þurfa að réttlæta gjörðir sínar fyrir þegnum sínum með einum eða öðrum hætti og í þeim tilgangi styðjast þeir óhjákvæmilega við heim- spekilegar hugmyndir og kenningar. Þar af leiðandi kallar meðferð valdhafanna á valdinu á heimspeki, hvort sem stjórnmálamenn eru meðvitaðir um það eða ekki. Vissulega kann sú heimspeki sem stuðst er við að vera afleit hugmyndafræði sem hafnar jafnvel allri gagnrýnni samræðu og útilokar þannig ástundun lýðræðis. Engu að síður verður að vera einhvers konar heimspekileg hugsun til staðar í allri beitingu valds innan stjórnmála, ef valdbeitingin á yfirhöfuð að merkja nokkuð. () Öll skynsamleg viðleitni til að stjórna samfélagi og bæta það hvílir annars vegar á einhverri sýn – draumi eða hugsjón um betri heim og hvers konar sam- félagsskipan sé þegnunum til góðs – og hins vegar á hagnýtri dómgreind og skiln- ingi á því hvað megi gera til að láta hugsjónina sem um ræðir verða að veruleika með tilliti til raunverulegra aðstæðna okkar og þeirra efnahagslegu, tæknilegu og pólitísku leiða sem okkur standa til boða. Ég vil ljúka máli mínu á því að íhuga í fáum orðum greinarmuninn á pólitískum og samfélagslegum hugsjónum og þeim leiðum sem farnar eru til að gera þessar hugsjónir að veruleika. Mér virðist grundvallarhlutverk heimspekingsins á opin- berum vettvangi vera það að benda okkur á hvernig brúa megi bilið á milli þess sem er og þess sem ætti að verða á þann hátt að heimur okkar verði mannlegri. Slík viðleitni krefst þess fyrst og fremst að við íhugum vandlega sameiginlegan tilvistarheim okkar, merkingu hans og gildi fyrir hverja einustu manneskju. Hin Hugur 2013-4.indd 144 23/01/2014 12:57:30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.