Hugur - 01.01.2013, Blaðsíða 107
Vegsummerki listarinnar
sjálf. Þetta er það sem við köllum díalektíska nauðsyn. Eins og allir sjá þá felur
þetta í sér vissa tvíræðni: annars vegar er listin ávallt nauðsyn – og hvernig gæti
hún þá hætt að vera til? – en hins vegar eru endalok Hugmyndarinnar boðuð. Ég
ætla ekki að dvelja frekar við þessa tvíræðni, þó vissulega sé margt hægt að læra af
því hvernig hún hefur haft mótandi áhrif á Fagurfræ!i Hegels, og flækt hana með
duldum hætti, eða jafnvel grafið undan áætluninni um „endalok listarinnar“.
Ég vil huga að síðara tímabilinu, því sem Hegel náði ekki að lifa, og getur ekki
náð utan um, en situr eftir til frambúðar sem dreggjar tvíræðninnar (og er sá tími
sem þessi tvíræðni opnar með sínum hætti). Í stuttu máli má skilgreina þetta síð-
ara tímabil með eftirfarandi hætti: þegar Hugmyndin kynnir sig dregur hún sig í
hlé sem Hugmynd. Þetta er sú skilgreining sem við þurfum að kanna nánar.
Sýning Hugmyndarinnar felur ekki í sér ytri sýningu þess sem var fyrir innan,
ef hið innra er það sem er – „inni“ – einungis fyrir utan og sem útistandandi.
(Þegar upp er staðið er hér um að ræða stranga rökfræði sjálfspeglunarinnar.)
Þannig útilokar Hugmyndin hugmyndareðli sitt til að geta verið það sem er – í
stað þess að hverfa aftur til þess að vera hinn fullkomni ósýnileiki hins sýnilega –
en það sem „er“ er ekki og getur þar af leiðandi ekki verið Hugmynd.
Með öðrum orðum: að merkingin felist í brotthvarfi hennar, þar finnum við
kannski það sem eftir situr af heimspeki Hugmyndarinnar, þar liggur kannski
grafið það sem við eigum eftir að hugsa.
Þetta felur í sér að fráhvarf merkingarinnar ver!i ekki á n#jan leik ós#nanleg
Hugmynd er $urfi a! s#na, þar liggur það sem gerir þetta botnfall og hugleiðingu
þess að sérstöku verkefni listarinnar. Því ef þetta fráhvarf felur ekki í sér ósýnilega
hugmynd sem þarf að gera sýnilega, þá stafar það einvörðungu af því að allt á sér
stað á hinu sýnilega sviði eins og hið sýnilega sjálft (eða hið skynjanlega í heild
sinni). Hér er því um að ræða verkefni fyrir listina sem fæli ekki í sér kynningu
Hugmyndarinnar, heldur kallaði á öðruvísi skilgreiningu.
7.
Það er hér sem dreggjarnar verða að slóð eða ummerkjum. Ef ekki er um neitt
ósýnilegt að ræða, verður heldur engin sýnileg mynd hins ósýnilega. Með frá-
hvarfi hugmyndarinnar, eða með þeim atburði sem skekið hefur sögu okkar í tvær
aldir (eða í aldir…), þá dregur myndin sig líka í hlé. Og eins og við munum sjá,
þá er slóðin hin hliðin á myndinni.
Myndin dregur sig í hlé sem eftirlíking eða vofa Hugmyndarinnar, hennar bíð-
ur ekki annað en að hverfa inn í þessa sömu huglægu nærveru. Hún dregur sig til
hlés sem mynd af, sem mynd af einhverju eða einhverjum sem væri ekki, hvorki
það né hann, mynd. Hún eyðir sér sem eftirmynd eða ásjóna verunnar, sem ásjóna
guðs á Veronikuklæðinu, sem þrykkimynd tiltekins stimpils eða tjáning einhvers
óhugsanleika. (Takið eftir þessari setningu, því við komum síðar að þessu atriði,
að kannski er það sem eyðir sér tiltekin mynd: maðurinn sem ímynd Guðs.)
Í þessum skilningi erum við frekar myndlaus siðmenning en sú „siðmenning
Hugur 2013-4.indd 107 23/01/2014 12:57:28