Hugur - 01.01.2013, Blaðsíða 52
Geir Sigur!sson
kyns lýsing sem víkur frá slíkri nauðhyggju er einfaldlega röng. Þannig lagði
Giacomo Leopardi til skapandi túlkun veruleikans sem svipar mjög til þeirrar
daoísku sem hér hefur verið Mallað um en neyddist til að setja hana fram sem lofs-
verða blekkingu ímyndunaraflsins: „Ímyndunaraflið“, sagði Leopardi, „er meg-
inuppspretta mannlegrar hamingju. Því meira sem það ríkir í manneskjunni þeim
mun hamingjusamari verður hún. Þetta sést vel hjá börnum. En það getur ekki
ríkt án fáfræði.“32 Leopardi viðheldur hinu platonska viðhorfi til skapandi lista
sem blekkingartækis en tekur fram að blekkingin sé manneskjunni nauðsynleg til
að yfirvinna tilvistarlega tómhyggju:
Gagnvart næmri persónu með öflugt ímyndunarafl […] eru heimurinn
og hlutirnir í honum á vissan hátt tvöfaldir. Augu hennar sjá turn og akur,
eyru hennar heyra bjölluhljóm. Og samtímis sér ímyndunarafl hennar
annan turn, annan akur, heyrir annan bjölluhljóm. Það eru hinir síðar-
nefndu hlutir sem fela í sér allt hið fagra og aðlaðandi við veruleikann.33
Hinir síðarnefndu hlutir eru lofsverð blekking að mati Leopardis. Þeir eru
blekking því þeir eru ekki til „í raun og veru“. Í viðleitni okkar til að túlka heim-
inn á mannvænlegri hátt þurfum við því að snúa hinu platonska gildismati við og
dásama lygar og ósannindi.
En sú heimsmynd sem nútíma eðlisfræði hefur fært okkur sýnir að Leopardi
þurfi ekki nauðsynlega að skilja listræna túlkun veruleikans sem blekkingu í trássi
við niðurstöður vísindanna. Skammtafræðin hefur leitt í ljós að smæstu einingar
þess sem við nefnum efnisveruleikann birtast með mismunandi hætti, ýmist sem
agnir eða bylgjur, og að birtingarformið er háð bæði aðstæðum og athuganda.
Það felur meðal annars í sér að veruleikanum verður ekki lýst sem sjálfstæðum
hlutveruleika utan hins huglæga athuganda. Þeir eru háðir hvor öðrum. Þann-
ig er mér ekki fært að skilja sjálfan mig óháð umhverfinu og að sama skapi er
enginn skilningur á umhverfinu mögulegur án þess að tekið sé mið af tilteknu
sjónarhorni skiljandans. Eins og Björn Þorsteinsson hefur komist að orði verður
niðurstaðan sú
að veruleikinn sjálfur er stöðugur og reglubundinn en þó alltaf að vissu
marki óafmarkaður dans ver!andarinnar þar sem hluti veruleikans verkar
á, eða gefur sjálfan sig til kynna við, annan hluta. Þannig reynast efni og
merking samofin – merking kviknar þegar einn hluti veruleikans skilur
eftir sig ummerki á öðrum hluta, til dæmis þegar ljóseind kemur fram á
mæli, tónlist snertir við hlustanda eða vísindamaður uppgötvar tilgátu.34
Samkvæmt bæði daoisma og skammtafræðinni er vissulega reglubundið ferli
að verki í veruleikanum. En þar er ekki um að ræða nauðhyggjuferli orsakasam-
Leopardi : .
Leopardi : .
Björn Þorsteinsson : –.
Hugur 2013-4.indd 52 23/01/2014 12:57:25