Hugur - 01.01.2013, Blaðsíða 119
N#frjálshyggja og framlei!sla sjálfsveruleikans
Sambandsleysið við hið „raunverulega hagkerfi“ sem Mármálaheiminum er bor-
ið á brýn er hvorki undantekning né úrkynjun heldur eðlilegur og innmúraður
starfsháttur kapítalismans. Fjármálaheimurinn leiðir í ljós, á almennum vettvangi,
sambandsleysið milli undirokunar og þrælkunar.
Tilgáturnar sem Deleuze og Guattari vörpuðu fram undir lok . áratugarins
eiga enn við að langmestu leyti. Undirokunin beinist eftir sem áður að vinnunni,
jafnvel þótt merking hennar hafi skriðið óséð frá „vinnu“ verkamannsins yfir í
„vinnu“ athafnamannsins. Frá framleiðslugetu verkamannastéttarinnar hefur leið-
in legið, frá og með . áratugnum og vel að merkja fyrir tilstilli sósíaldemókrata,
yfir í framleiðslugetu fyrirtækisins. Hvarvetna er „gildi vinnunnar“ lofsungið um
leið og haldið er viljandi í tvíræðnina sem þar er í tafli í ljósi þess að með „vinnu“
er vísað til þeirrar „vinnu í sjálfum sér“ sem þarf að inna af hendi til að umbreyta
sér í einstaklingsbundið fyrirtæki, mennskt auðmagn.
Innan þrælkunarinnar virðist vinnan aftur á móti klofna og taka tvær ólíkar
stefnur: annars vegar á vit „innhverfrar“ ofurvinnu sem fer ekki einu sinni lengur
fram í gegnum vinnu, heldur með „vélrænni þrælkun“ sem nær til allra, þannig
að maður býr til gildisauka óháð hverskyns vinnuframlagi (barn, eftirlaunaþegi,
atvinnuleysingi, sjónvarpsáhorfandi o.s.frv.), og hins vegar á vit „úthverfrar vinnu
sem orðin er stopul og fljótandi“.13
Hugtakið um undirokun hefur, með marktækum tilbrigðum, orðið viðtekið
innan heimspeki og félagsfræði síðustu fimmtíu ára.
Kenningar sem láta nægja að taka tillit til „félagslegrar undirokunar“ en loka
augunum fyrir vélrænni þrælkun (Rancière og Badiou, til dæmis) afmynda kap-
ítalismann svo mjög að með rétti má efast um að þær geti gert grein fyrir sjálfs-
veruvæðingunni sem þar á sér stað. Vera má að þær geri kleift að ná tökum á
klofningnum milli þeirra sem einoka valdið og þekkinguna og þeirra sem verða
fyrir barðinu á valdinu á stórsæju pólitísku sviði, en þeim skjátlast um eðli og
starfshætti vélrænnar þrælkunar. Sé litið á kapítalismann eingöngu frá sjónarhóli
„undirokunarinnar“ glatast sérkenni hinna ólíku tilbrigða vélræns afnáms sjálfs-
verunnar. Séu afbrigði þrælkunarinnar ekki tekin með í reikninginn er hætt við
að falla í sömu gryMu og Rancière og Badiou og rugla grísku lýðræði saman við
kapítalismann, vinnu handverksmanna og þræla við vélræna vinnu verkamanna,
Marx við Platon.
Hugtakið um „vélræna þrælkun“ er gagnlegt framlag Deleuze og Guattari til
skilnings á starfsháttum kapítalismans og geymir lykil að samtíma okkar.
Björn "orsteinsson $#ddi
Sama rit, bls. .
Hugur 2013-4.indd 119 23/01/2014 12:57:29