Hugur - 01.01.2013, Blaðsíða 128
Helmuth Plessner
höfðar til skilningsgáfu einstaklingsins en neitar honum jafnharðan um beitingu
hennar. Vera án skilnings, vera sem ekki er andleg, yrði ekki vör við þetta ósam-
ræmi. Aðeins andleg vera er fær um að bregðast tilhlýðilega við slíkum misskiln-
ingi, í slíku tilviki rýfur hún tengslin á milli sjálfrar sín og líkamans.
Hlátur og grátur eru taumlaus og höktandi viðbrögð við aðstæðum sem útiloka
yfirvegun, sem samræmast eðlilegu sambandi manneskjunnar við líkama sinn,
en þvinga hana engu að síður til svars. Kannski má segja að hlátur og grátur séu
merkingarþrungin en misheppnuð viðbrögð sem rjúfa tengsl mannsins við eigin
líkama. Þegar einstaklingurinn glatar sjálfsstjórninni kemur firð hans fram sem
rof. Líkamleg sjálfvirkni leysir skýr viðbrögð persónunnar sjálfrar af hólmi. Vera
án firðar, án úthverfu, getur ekkert hlutgert, ekkert hugtekið, þekkir hvorki merk-
ingu né merkingarleysi og getur því hvorki hlegið né grátið. Þar sem hún getur
ekki staðið „fyrir ofan sig“ getur hún heldur ekki hrapað „niður fyrir sig“. Aðeins
sá sem hefur sjálfsstjórn getur glatað henni. Glatist hún kemur firðin, andinn í
ljós. Hin ofsafengna og hrikalega útrás sem af þessu hlýst hrifsar einnig með sér
svipbrigðin og sviptir einstaklinginn frelsi sínu til tjáningar. Þetta eru hin hörmu-
legu endimörk allra svipbrigða jafnvel þótt þau afhjúpi hina mannlegu firð og
sérstöðu. Með brosinu varðveitir maðurinn hins vegar Marlægð sína á sjálfan sig
og heiminn, með leik sínum að brosinu ber hann þessari Marlægð vitni. Hlæjandi
og grátandi verður manneskjan anda sínum að bráð, brosandi tjáir hún hann.
Þrátt fyrir að halda fram hinni hefðbundnu hugmynd um að brosið sé aðdragandi
hlátursins, tjáning gleðinnar, þá lýsir Buytendijk þversögn brossins með framúr-
skarandi hætti í fróðlegri umMöllun sinni um hugmyndir Duchenne, Spencers og
Dumas um gangvirki hlátursins.12 Hún felist í spennu í vöðvaknippi, spennu sem
þó væri skynjuð sem virk slökun. Þessi spenna væri jafnframt skilyrði fyrir þróun
tjáningarbærs innri veruleika og þar með fyrir þróun brossins sem raunverulegrar
tjáningar. Þar með er búið að ákvarða með lífeðlisfræðilegum hætti það sem við
lýstum sem Marlægð tjáningarinnar á það sem tjáð er. Vafalaust hefur Buytendijk
eitthvað til síns máls með þessari lýsingu á uppruna brossins, sem hann telur hafa
þróast úr hreinu viðbragði við óvirkri upplifun af blendinni nautn, kitlinu, yfir í
virkt bros sem vingjarnlegri tilfinningu. Hér er um slökun að ræða. Brosið verður
því tjáning eftirvæntingar og jafnframt viðbragð við líkamlegri skynjun, ertingu
skynfæranna. Mér virðist þessi skoðun á þróun brossins sem tjáningarfyrirbæris
einskorðast um of við uppruna þess í skynjuninni og að frelsið sem það býður
upp á sé ekki tekið með í reikninginn. Jafnvel þó að fyrsta bros ungbarnsins væri
viðbragð við kitli, þyrfti frekari þroski svipbrigðanna til að tjá slökun hvorki að
vera bundinn við né taka mið af líkamlegum óþægindum og formlega skyldri
„gleði“. Hvað þróunarsálfræði fyrirbærisins snertir þá verðum við einnig vör við
Frederik Jacobus Johannes Buytendijk (–) var hollenskur mannfræðingur, líffræðingur
og sálfræðingur. Þeir Plessner voru góðir vinir og fyrir tilstilli Buytendijks fékk Plessner ráðn-
ingu við háskólann í Groeningen við upphaf síðari heimsstyrjaldar eftir að nasistar höfðu hrakið
hann úr landi eins og marga aðra fræðimenn af gyðingaættum. Í texta sínum vísar Plessner til
umMöllunar Buytendijks með eftirfarandi hætti neðanmáls: Alg. )eorie der menschelijke houding
en beweging, Utrecht-Antwerpen , bls. o.áfr.
Hugur 2013-4.indd 128 23/01/2014 12:57:29