Hugur - 01.01.2013, Síða 128

Hugur - 01.01.2013, Síða 128
 Helmuth Plessner höfðar til skilningsgáfu einstaklingsins en neitar honum jafnharðan um beitingu hennar. Vera án skilnings, vera sem ekki er andleg, yrði ekki vör við þetta ósam- ræmi. Aðeins andleg vera er fær um að bregðast tilhlýðilega við slíkum misskiln- ingi, í slíku tilviki rýfur hún tengslin á milli sjálfrar sín og líkamans. Hlátur og grátur eru taumlaus og höktandi viðbrögð við aðstæðum sem útiloka yfirvegun, sem samræmast eðlilegu sambandi manneskjunnar við líkama sinn, en þvinga hana engu að síður til svars. Kannski má segja að hlátur og grátur séu merkingarþrungin en misheppnuð viðbrögð sem rjúfa tengsl mannsins við eigin líkama. Þegar einstaklingurinn glatar sjálfsstjórninni kemur firð hans fram sem rof. Líkamleg sjálfvirkni leysir skýr viðbrögð persónunnar sjálfrar af hólmi. Vera án firðar, án úthverfu, getur ekkert hlutgert, ekkert hugtekið, þekkir hvorki merk- ingu né merkingarleysi og getur því hvorki hlegið né grátið. Þar sem hún getur ekki staðið „fyrir ofan sig“ getur hún heldur ekki hrapað „niður fyrir sig“. Aðeins sá sem hefur sjálfsstjórn getur glatað henni. Glatist hún kemur firðin, andinn í ljós. Hin ofsafengna og hrikalega útrás sem af þessu hlýst hrifsar einnig með sér svipbrigðin og sviptir einstaklinginn frelsi sínu til tjáningar. Þetta eru hin hörmu- legu endimörk allra svipbrigða jafnvel þótt þau afhjúpi hina mannlegu firð og sérstöðu. Með brosinu varðveitir maðurinn hins vegar Marlægð sína á sjálfan sig og heiminn, með leik sínum að brosinu ber hann þessari Marlægð vitni. Hlæjandi og grátandi verður manneskjan anda sínum að bráð, brosandi tjáir hún hann. Þrátt fyrir að halda fram hinni hefðbundnu hugmynd um að brosið sé aðdragandi hlátursins, tjáning gleðinnar, þá lýsir Buytendijk þversögn brossins með framúr- skarandi hætti í fróðlegri umMöllun sinni um hugmyndir Duchenne, Spencers og Dumas um gangvirki hlátursins.12 Hún felist í spennu í vöðvaknippi, spennu sem þó væri skynjuð sem virk slökun. Þessi spenna væri jafnframt skilyrði fyrir þróun tjáningarbærs innri veruleika og þar með fyrir þróun brossins sem raunverulegrar tjáningar. Þar með er búið að ákvarða með lífeðlisfræðilegum hætti það sem við lýstum sem Marlægð tjáningarinnar á það sem tjáð er. Vafalaust hefur Buytendijk eitthvað til síns máls með þessari lýsingu á uppruna brossins, sem hann telur hafa þróast úr hreinu viðbragði við óvirkri upplifun af blendinni nautn, kitlinu, yfir í virkt bros sem vingjarnlegri tilfinningu. Hér er um slökun að ræða. Brosið verður því tjáning eftirvæntingar og jafnframt viðbragð við líkamlegri skynjun, ertingu skynfæranna. Mér virðist þessi skoðun á þróun brossins sem tjáningarfyrirbæris einskorðast um of við uppruna þess í skynjuninni og að frelsið sem það býður upp á sé ekki tekið með í reikninginn. Jafnvel þó að fyrsta bros ungbarnsins væri viðbragð við kitli, þyrfti frekari þroski svipbrigðanna til að tjá slökun hvorki að vera bundinn við né taka mið af líkamlegum óþægindum og formlega skyldri „gleði“. Hvað þróunarsálfræði fyrirbærisins snertir þá verðum við einnig vör við  Frederik Jacobus Johannes Buytendijk (–) var hollenskur mannfræðingur, líffræðingur og sálfræðingur. Þeir Plessner voru góðir vinir og fyrir tilstilli Buytendijks fékk Plessner ráðn- ingu við háskólann í Groeningen við upphaf síðari heimsstyrjaldar eftir að nasistar höfðu hrakið hann úr landi eins og marga aðra fræðimenn af gyðingaættum. Í texta sínum vísar Plessner til umMöllunar Buytendijks með eftirfarandi hætti neðanmáls: Alg. )eorie der menschelijke houding en beweging, Utrecht-Antwerpen , bls.  o.áfr. Hugur 2013-4.indd 128 23/01/2014 12:57:29
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.