Hugur - 01.01.2013, Blaðsíða 158
Páll Skúlason
fallvalti ma!ur (og einnig er stuðst við í Um túlkun, ritger! um Freud) og lýsir
því hvernig sjálfið er knúið af hvöt þess til að eigna sér heiminn og öðlast völd
og viður kenningu. Merking sjálfsins ákvarðast hér af eignum þess, völdum og
virðingu. Í eigin augum öðlast hið ástríðubundna sjálf aldrei nóg af þessu þrennu.
Ricœur fær þennan greinarmun að láni úr flokkun Kants á grundvallarástríðunum:
Habsucht – Herrschsucht – Ehrsucht, og skýrir með þessum hugtökum raunverulega
samsetningu sjálfsins sem er staðsett á einhvers konar miðsvæði er nefnist $umos
þar sem líkamlegar og andlegar kenndir okkar koma saman. „Aðeins með $umos
öðlast hvötin eiginleika annarleikans og huglægninnar sem sjálfið stendur saman
af.“17 Að baki ástríðum eignarhalds, yfirráða og sýndarmennsku verður að bera
kennsl á viðleitni hinnar mannlegu sjálfsveru við að raungera sjálfa sig, að verða
ósvikið sjálf meðal annarra sjálfa á meðan það tekur þátt í sköpunarferli sem felur
í sér endanlega merkingu lífsins.
Með þeim verkfærum sem hugtökin móttækileiki, ábyrgð og viðurkenning eru
kann Ricœur að hafa skapað enn áhrifaríkari leiðir en áður til að skýra með kerfis-
bundnum hætti stöðu okkar í raunveruleikanum sem viljaverur. Þá skal einnig
haft í huga að yfirsjónin og handanveran standa enn innan sviga og minna okkur
á torræðni og ráðgátur heimsins sem öll mikil heimspekikerfi verða að standa
vörð um.
Að lokum verður að spyrja einnar spurningar: Hvað, af öllu því sem ég hef bent
á í þessari umræðu um heimspeki Ricœurs, réttlætir raunverulega tilgátu mína
um að aðferð hennar sé í grundvallaratriðum kerfisbundin fremur en opinberandi
eða greinandi?
Satt að segja er ég ekki viss um að tilgáta mín standist fyllilega. Þegar ég lít um
öxl og skoða það sem hér hefur verið dregið fram um heimspeki Ricœurs leyfi
ég mér samt að halda því fram að um kerfisbundna heimspeki sé að ræða. En
hún er meira en það. Eins og við höfum séð er hún augljóslega einnig greinandi
og opinberandi heimspeki. Það er ef til vill markverðasta einkenni heimspeki
Ricœurs – sem gerir hana sannarlega öfluga á vettvangi heimspekinnar í dag – að
hann fléttar saman þessar þrjár almennu aðferðir í iðkun heimspekinnar með
einstökum og persónulegum hætti.
Marteinn Sindri Jónsson $#ddi
Heimildir
Ricœur, Paul. Óútgefið handrit. A! yfirvegu!u máli, heimspekileg ævisaga. Þýð. Auður
Þorbjörg Birgisdóttir.
Ricœur, Paul. . Le volontaire et l ’involontaire. París: Aubier.
Ricœur, Paul. . Histoire et vérité. París: Seuil.
Ricœur, Paul. a. Fallible Man. Þýð. Charles Kelbley. Chicago: Henry Regenry.
Ricœur, Paul. b. De l ’interprétation. Essai sur Freud. París: Seuil.
Ricœur a: .
Hugur 2013-4.indd 158 23/01/2014 12:57:31