Hugur - 01.01.2013, Blaðsíða 20
Stefán Snævarr
sá skapaði sjálfsemd sína með frásögum, riddarasögum.2 Don Kíkóti var sagn-
kynja, vera má að við séum það öll.
Í þessari grein hyggst ég reyna að svara spurningunni um hvort sjálfið sé af
sögutoga spunnið. Ég geld jáyrði við henni og reyni að renna nýjum stoðum undir
kenninguna um sagnsjálfið.
Hva! er sjálf? Er $a! til?
Sjálfið er á einhvern hátt þáttur í sérhverri persónu, jafnvel kjarni hennar. Hugsan-
lega það sama og „egóið“, það sem við vísum til þegar við notum persónufornafnið
„ég“ um okkur sjálf. Ekki er gefið að sjálfið sé stöðugt, það kann að líkjast ferli
fremur en hlut. Ekki er heldur víst að sérhver einstaklingur hafi sama sjálf alla
ævina. Þess utan kann sjálfið að vera kljúfanlegt, teygjanlegt og toganlegt. Óvíst er
hvort skýr mörk séu milli einstakra sjálfa og annarra fyrirbæra, t.d. annarra sjálfa,
annarra sálarþátta, samfélags eða líkama.
„Hersing heiti ég, því vér erum margir“ segir óhreinn andi samkvæmt Mark-
úsarguðspjallinu (:).3 Ekki skal útilokað að fleira en eitt sjálf kunni að leynast í
tilteknum einstakling. Ekki skal heldur útiloka að tvö sjálf eða fleiri geti runnið
saman í eitt sjálf. Eða að hópur manna hafi eitt sameiginlegt sjálf.
En er sjálfið til? Efnishyggjumenn á borð við Daniel Dennett halda því fram að
efnið sé það eina sem til sé, en að sjálfið sé ekki til. Það sé skálduð saga og sagan
sé blekkingarvefur sem heilinn spinni. Sá vefur sé vopn lífverunnar til að komast
af í lífsbaráttunni.4
En blekkingarvefur hlýtur að geta blekkt einhvern. Getur „einhver“ merkt eitt-
hvað annað en „eitthvað sem er sjálf“? Er hægt að láta blekkjast nema maður
hafi einhvers konar sjálf? Þess utan gæti efnishyggjan verið blekkingarvefur sem
heili efnishyggjumanna spinnur vegna þess að spuninn auki líkurnar á því að gen
þeirra klári sig í lífsbaráttunni.
Póststrúktúralistar segja eins og Dennett að sjálfið sé blekkingarvefur. Hann
sé spunninn af tungumálinu og félagslegu valdi.5 En að breyttu breytanda þarf
eitthvað sem líkist sjálfi til að láta blekkjast af máli og valdi. Þess utan gæti tungu-
málið og/eða valdið blekkt póststrúktúralistann til að trúa því að sjálfið sé blekk-
ingarvefur.
Af þessu má sjá að erfitt er að afsanna tilvist sjálfsins, ég mun gera ráð fyrir því
að það sé til þar til annað sannara reynist.
Telja má að tilvistarháttur sjálfsins líkist tilvistarhætti $ess sem hugsar, skynjar
eða hefur tilfinningar o.s.frv. Hugsanir, skynjanir og tilfinningar eru vissulega
til en geta ekki svifið í lausu lofti án einhvers sem hugsar eða hefur tilfinningar
(nánar um það síðar). Kalla má það „hugveru“ (e. subject). En hugveran ein og
sér getur ekki verið sjálfið sjálft því það sem er einvörðungu huglægt virðist ekki
„Sjálfsemd“ er þýðing á enska orðasambandinu „self-identity“.
Biblían :.
Dennett :–.
Til dæmis Foucault . Foucault telur að mál og vald séu samofin.
Hugur 2013-4.indd 20 23/01/2014 12:57:24