Hugur - 01.01.2013, Blaðsíða 122

Hugur - 01.01.2013, Blaðsíða 122
 Helmuth Plessner þættir í hinum stöðuga svipbrigðaleik daglegs amsturs. Þessi skoðun samrýmist þeim grun lífeðlisfræðinganna, sem þeir vekja oft máls á þótt þeir hvorki hafi né geti fært sönnur á hann, að burtséð frá tilhneigingu okkar til að brosa sé brosið allra svipbrigða auðtjáðast og að andlitið brosi „ósjálfrátt“ þegar vanabundinni spennu þess er aflétt. Það má gera sér í hugarlund að þegar slaknar á eðlilegri spennu andlitsvöðvanna, sem ber ástríðunum og amstri daganna vitni, þá verði manneskjan ekki svipbrigðalaus, eins og margir kunna að ætla, heldur færist bros- ið yfir andlit hennar. Bros ungabarnsins og hins látna kunna að staðfesta þessa kenningu. Hvernig sem á því kann að standa þjónar þessi margræða tjáning siðfágun sam- skipta og vafalaust liggur orsökin í eðli áhrifanna sem brosið hefur á þann sem brosir og umhverfi hans. Þessi áhrif kunna einnig að skýra hve auðvelt er að kalla fram bros. Það ýtir undir hófstillingu í mannlegum samskiptum. Með vinalegu afskiptaleysi skapar það kurteisislega Marlægð á milli manns eigin hræringa og hinna sem laða fram brosið og það beinist til. Ljómi þess leikur um aðra án nokkurrar kröfu um bein viðbrögð. Hvort sem um er að ræða stílfært látbragð eða ósjálfráða tjáningu forðast brosið öfgar ástríðufullrar grettu og hamsleysi hláturs- ins og grátursins. Í andlitsdráttum skelfingarinnar, óttans, heiftarinnar, græðg- innar, hatursins og gleðinnar eru geðshræringarnar augljósar. Í útrás hlátursins og grátursins birtast ekki geðshræringar heldur glatar einstaklingurinn sjálfsstjórn sinni svo tengslin á milli persónunnar og líkama hennar slitna. Með einum eða öðrum hætti stendur sá sem grætur eða hlær andspænis umhverfi sínu og þvingar fram viðbrögð, höfnun eða hluttekningu, að einhver sýni samúð eða samgleðjist, að einhver hlæi eða gráti honum til samlætis. Skýr tjáning ástríðnanna, áköf við- brögð hlátursins og grátursins, gera kröfur til viðstaddra. Slík tjáning á rót sína að rekja til sammanlegra aðstæðna og er svar við þeim. Brandari, móðgun, ósætti og þrætur, ágreiningur, uppþot, óhöpp eða óvæntar aðstæður kalla fram viðbrögð af þessu tagi. Brosið er óumdeilanlega frábrugðið báðum þessum tegundum tjáningar. Það skortir ákefð þeirra. Það er þögult og temprað, það er hófstillt tjáning. Jafnframt er það laust við ruddalegar ástríður. Með brosinu er ómögulegt að tjá miklar geðshræringar. Maður verður þó að varast að draga þá ályktun að brosið tjái aðeins Mörlitlar geðshræringar. Það má leysa vandann með hugtaki Klages um „hvatateikn tilfinninganna“.4 Við getum til að mynda fyllst draumkenndri sælu og þó eru hvatateikn sælunnar dauf, raunar einkenna hana litlar sem engar við- bragðshvatir. Við kunnum aftur á móti að „springa“ úr óvæntri gleði, við hoppum, dönsum, fögnum; viðbragðshvatirnar eru sterkar. Ákefð tilfinninga er oft óháð hvatateiknum þeirra. Veik tilfinning getur haft sterk, það er að segja áberandi, hvatateikn og hvatateikn sterkra tilfinninga geta verið dulin. Þar með þarfnast sú fullyrðing að brosið skorti ruddalegar ástríður frekari útskýringar. Bros getur ekki tjáð ástríður með áberandi hvatateiknum. Lágstemmd tjáningin segir sem  Ludwig Klages (–), þýskur heimspekingur og sálfræðingur. Hugtak Klages, hvatateikn (þ. Antriebsform der Gefühle), mætti einnig þýða sem „einkennishvatir“ því um er að ræða líkamleg viðbrögð eða atferli sem einkenna og eru til marks um ákveðnar tilfinningar. Hugur 2013-4.indd 122 23/01/2014 12:57:29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.